Icelandair hefur samstarf við Turkish Airlines Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 11:32 Með samstarfssamningi Icelandair og Turkish Airlines munu farþegar flugfélaganna geta nýtt sér betri tengingar en áður. Icelandair Icelandair og Turkish Airlines undirrituðu í morgun samstarfssamning sem felst í því flugfélögin munu geta boðið viðskiptavinum sínum tengingar á milli leiðakerfa sinna og þannig aukið úrval tengimöguleika. Með samningnum munu farþegar Icelandair frá Norður-Ameríku og Íslandi geta ferðast í austurátt með Turkish Airlines til Istanbúl. Þá munu farþegar Turkish Airlines geta ferðast frá fjölda áfangastaða, meðal annars í Asíu og Miðausturlöndum, í vesturátt til Íslands og Kanada. Samningurinn var undirritaður í Istanbúl fyrr í dag á aðalfundi IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að samningurinn stórauki framboð á þægilegum tengingum þar sem viðskiptavinir ferðast á einum farmiða og innrita farangurinn alla leið á lokaáfangastað. Fulltrúar Icelandair og Turkish Airlines við undirritun samningsins í morgun.Icelandair „Það er spennandi að tilkynna Turkish Airlines, það flugfélag sem flýgur til flestra landa í heiminum, sem nýjasta samstarfsflugfélag okkar. Okkar stefna er að gera samstarfssamninga við flugfélög sem veita góða þjónustu og opna ný og spennandi ferðatækifæri. Með þessum nýja samningi tengjum við á milli leiðakerfa flugfélaganna og stóraukum ferðamöguleika fyrir viðskiptavini okkar,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, um samninginn og Turkish Airlines sem flýgur til 344 áfangastaða í 129 löndum. „Það er ánægjulegt að undirrita þennan samstarfssamning við Icelandair. Með samningnum viljum við auka úrval ferðamöguleika fyrir viðskiptavini okkar. Einnig erum við ánægð með að þessi samstarfssamningur við Icelandair mun skila miklum viðskiptalegum ávinningi til beggja flugfélaga,“ sagði Bilal Ekşi, forstjóri Turkish Airlines, við sama tækifæri. Fréttir af flugi Tyrkland Icelandair Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Með samningnum munu farþegar Icelandair frá Norður-Ameríku og Íslandi geta ferðast í austurátt með Turkish Airlines til Istanbúl. Þá munu farþegar Turkish Airlines geta ferðast frá fjölda áfangastaða, meðal annars í Asíu og Miðausturlöndum, í vesturátt til Íslands og Kanada. Samningurinn var undirritaður í Istanbúl fyrr í dag á aðalfundi IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að samningurinn stórauki framboð á þægilegum tengingum þar sem viðskiptavinir ferðast á einum farmiða og innrita farangurinn alla leið á lokaáfangastað. Fulltrúar Icelandair og Turkish Airlines við undirritun samningsins í morgun.Icelandair „Það er spennandi að tilkynna Turkish Airlines, það flugfélag sem flýgur til flestra landa í heiminum, sem nýjasta samstarfsflugfélag okkar. Okkar stefna er að gera samstarfssamninga við flugfélög sem veita góða þjónustu og opna ný og spennandi ferðatækifæri. Með þessum nýja samningi tengjum við á milli leiðakerfa flugfélaganna og stóraukum ferðamöguleika fyrir viðskiptavini okkar,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, um samninginn og Turkish Airlines sem flýgur til 344 áfangastaða í 129 löndum. „Það er ánægjulegt að undirrita þennan samstarfssamning við Icelandair. Með samningnum viljum við auka úrval ferðamöguleika fyrir viðskiptavini okkar. Einnig erum við ánægð með að þessi samstarfssamningur við Icelandair mun skila miklum viðskiptalegum ávinningi til beggja flugfélaga,“ sagði Bilal Ekşi, forstjóri Turkish Airlines, við sama tækifæri.
Fréttir af flugi Tyrkland Icelandair Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira