Viðskipti innlent

Bónus opnar verslun í Norð­linga­holti

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Verslunin opnaði í dag.
Verslunin opnaði í dag. Vísir/Vilhelm

Ný verslun verslunarkeðjunnar Bónus opnaði í dag við Norðlingabraut í Norðlingaholti.

Verslunin er rúmlega 1.800 fermetrar. Í tilkynningu segir að verslunin sé byggð á grænum grunni eins og allar nýjar og endurbættar Bónus verslanir. Þá sé notast við íslenska CO2 kælimiðla fyrir kælitæki og einnig séu led lýsingar í allri búðinni sem spari orku.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir gott aðgengi að versluninni og fjölda bílastæða. „Vöruúrval verslunarinnar er hnitmiðað að okkar mati og á sama lága verðinu og er í Bónus um allt land.“


Tengdar fréttir

Bleiki liturinn settur í sviðs­ljósið með nýjum kerrum

Nokkrar Bónusverslanir hafa fengið bleikar innkaupakerrur sem viðskiptavinir geta nýtt sér þegar verslað er. Kerrurnar eru minni en þær gulu en markaðsstjórinn segir nýju kerrurnar vera það sem viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir. 

Bónus­grísinn reiður korta­fyrir­tækjum

„Kortafyrirtækin klúðruðu uppfærslu á sínum kerfum og því hafa margir lent í röngum færslum,“ segir í færslu á Facebooksíðu verslunarkeðjunnar Bónus. Með færslunni fylgir mynd af Bónusgrísnum fræga, sem er heldur reiður á svip.

Bónusröddin þagnar

Bjarni Dagur er Bónusröddin en samningi við hann hefur verið sagt upp eftir 17 ár.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.