Taka stikkprufur á meðan ný lausn sannar gildi sitt í Bónus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2023 13:52 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus sem hefur farið í gegnum ýmsar breytingar undanfarin misseri. Sú stærsta og umdeildasta líklega sú þegar Bónus grísinn tók breytingum. Viðskiptavinir Bónus á Smáratorgi geta nú gripið sér skanna við inngang verslana og skannað vörur beint ofan í poka á leið sinni um verslunina. Nýja sjálfsafgreiðslulausnin heitir Gripið og greitt eins og samnefnd verslun sem lagði upp laupana snemma á öldinni. Helsti samkeppnisaðilinn Krónan hefur í hálft annað ár boðið upp á svipaða lausn þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur með notkun apps. „Þessi lausn á ekki að leysa aðrar afgreiðslulausnir af hólmi, heldur er um að ræða nýja þjónustuleið fyrir viðskiptavini okkar sem kjósa að afgreiða sig sjálfir. Það er mikið hagræði í því fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að meðhöndla sömu vöruna mörgum sinnum heldur skanna beint í pokann – handtökunum fækkar því til muna“, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þetta sé ein stærsta innleiðing sem Bónus hafi ráðist í. „Við byrjum í áföngum, prófum þetta fyrst á Smáratorgi og svo detta búðirnar inn ein af annarri næstu mánuði ef viðskiptavinir taka vel í þetta. Þessi lausn þekkist víða í Evrópu og hefur gefið góða raun,“ segir Guðmundur. Viðskiptavinir verða sér út um sérstakt vildarkort í nýju Bónus appi og fær úthlutað skanna. Í grænmetis- og ávaxtakæli er sérstök snjallvog þar sem vörur eru vigtaðar og viðskiptavinir greiða eftir þyngd en ekki fjölda. Hjá Krónunni er því öfugt farið þar sem greitt er fyrir fjölda. Viðskiptavinir Bónus sem nýta lausnina fara að lokum á sérstakt greiðslusvæði til að ganga frá greiðslu. Lausnin byggi á trausti milli Bónus og viðskiptavinar, segir Guðmundur, en þó sé fylgt með fólki til öryggis og teknar stikkprufur. „Viðskiptavinir geta átt von á því að starfsmaður framkvæmi svokallað þjónustueftirlit þar sem innkaup eru skoðuð að hluta eða í heild á greiðslusvæði. Þjónustueftirlitið á ekki að vera íþyngjandi fyrir viðskiptavini okkar og bara eðlilegur hluti af ferlinu, en afar mikilvægt til að tryggja að lausnin virki eins og hún á að gera.“ Í appinu eiga viðskiptavinir að geta séð vöruframboð, búið til innkaupalista sem hægt er að deila með vinum og vandamönnum og séð greiðslusögu sína á einfaldan hátt. Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. 20. júlí 2022 19:16 Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. 29. apríl 2022 09:35 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira
„Þessi lausn á ekki að leysa aðrar afgreiðslulausnir af hólmi, heldur er um að ræða nýja þjónustuleið fyrir viðskiptavini okkar sem kjósa að afgreiða sig sjálfir. Það er mikið hagræði í því fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að meðhöndla sömu vöruna mörgum sinnum heldur skanna beint í pokann – handtökunum fækkar því til muna“, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þetta sé ein stærsta innleiðing sem Bónus hafi ráðist í. „Við byrjum í áföngum, prófum þetta fyrst á Smáratorgi og svo detta búðirnar inn ein af annarri næstu mánuði ef viðskiptavinir taka vel í þetta. Þessi lausn þekkist víða í Evrópu og hefur gefið góða raun,“ segir Guðmundur. Viðskiptavinir verða sér út um sérstakt vildarkort í nýju Bónus appi og fær úthlutað skanna. Í grænmetis- og ávaxtakæli er sérstök snjallvog þar sem vörur eru vigtaðar og viðskiptavinir greiða eftir þyngd en ekki fjölda. Hjá Krónunni er því öfugt farið þar sem greitt er fyrir fjölda. Viðskiptavinir Bónus sem nýta lausnina fara að lokum á sérstakt greiðslusvæði til að ganga frá greiðslu. Lausnin byggi á trausti milli Bónus og viðskiptavinar, segir Guðmundur, en þó sé fylgt með fólki til öryggis og teknar stikkprufur. „Viðskiptavinir geta átt von á því að starfsmaður framkvæmi svokallað þjónustueftirlit þar sem innkaup eru skoðuð að hluta eða í heild á greiðslusvæði. Þjónustueftirlitið á ekki að vera íþyngjandi fyrir viðskiptavini okkar og bara eðlilegur hluti af ferlinu, en afar mikilvægt til að tryggja að lausnin virki eins og hún á að gera.“ Í appinu eiga viðskiptavinir að geta séð vöruframboð, búið til innkaupalista sem hægt er að deila með vinum og vandamönnum og séð greiðslusögu sína á einfaldan hátt.
Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. 20. júlí 2022 19:16 Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. 29. apríl 2022 09:35 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Óttast að raforkuverð fjórfaldist án inngrips Réttur og öryggi leigjenda aukast á sunnudaginn Mótmæla samráðsummælum Breka og segja þau „haldlaus“ Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Sleppur við sektir eftir auglýsingu um hundrað prósent lán Orðrómur um Appelsín ósannur Sjá meira
Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. 20. júlí 2022 19:16
Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. 29. apríl 2022 09:35
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46