Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 19:16 NÆR stendur við Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. Snjallar lausnir í innkaupum hafa rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár. Krónan býður til að mynda upp á hið svokallaða Skannað og skundað. En verslun NÆR við Urriðaholtsstræti er sú fyrsta á Íslandi sem byggir eingöngu á snjalltækni. Fyrirkomulagið er algjörlega rafrænt. Sérstöku smáforriti er hlaðið niður í símann og til að komast inn í búðina er QR-kóði skannaður. Viðskiptavinir komast þannig inn í búðina allan sólarhringinn með appið og QR-kóðann að vopni - en engir starfsmenn standa þar vaktina við afgreiðslustörf. Reyndar verða starfsmenn til aðstoðar í búðinni fyrstu vikurnar og þá verður starfsmaður á vakt hluta úr degi til að sinna hefðbundinni umhirðu búðarinnar; taka á móti vörum og fylla á hillur. En þegar komið er inn í búðina er áfram smáforritið sem gildir. Eins og í Krónunni skannar viðskiptavinurinn strikamerkið á vörunum inni í appinu, greiðir þar fyrir vörurnar og yfirgefur svo búðina. Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri NÆR. Þórður Örn Reynisson framkvæmdastjóri NÆR segir þetta upprisu „hverfisverslunarinnar“, sem meðal annars eigi sér fyrirmynd í bandarísku keðjunni Amazon GO. „Það var mjög dýrt að koma upp svoleiðis verslun á Íslandi, sérstaklega fyrir hverfisverslun þannig að við ákváðum að fara sambærilegar leiðir og aðrir á Norðurlöndum hafa verið að gera. Og það hefur reynst rosalega vel, bæði í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“ En skilar tæknivæðingin og starfsmannaleysið sér í vasa neytenda? Erfitt að segja, segir Þórður. „En verðlega séð erum við mjög vel verðlögð miðað við stærð á verslun og það að við stöndum ein á bak við þetta. Við erum ekki hluti af neinni keðju heldur er þetta bara ný keðja.“ Aðstandendur NÆR hafa jafnframt kortlagt höfuðborgarsvæðið - og ef allt gengur eftir munu fleiri snjallar verslanir spretta upp kollinum inni í hverfum. Verslun Tækni Garðabær Stafræn þróun Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Snjallar lausnir í innkaupum hafa rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár. Krónan býður til að mynda upp á hið svokallaða Skannað og skundað. En verslun NÆR við Urriðaholtsstræti er sú fyrsta á Íslandi sem byggir eingöngu á snjalltækni. Fyrirkomulagið er algjörlega rafrænt. Sérstöku smáforriti er hlaðið niður í símann og til að komast inn í búðina er QR-kóði skannaður. Viðskiptavinir komast þannig inn í búðina allan sólarhringinn með appið og QR-kóðann að vopni - en engir starfsmenn standa þar vaktina við afgreiðslustörf. Reyndar verða starfsmenn til aðstoðar í búðinni fyrstu vikurnar og þá verður starfsmaður á vakt hluta úr degi til að sinna hefðbundinni umhirðu búðarinnar; taka á móti vörum og fylla á hillur. En þegar komið er inn í búðina er áfram smáforritið sem gildir. Eins og í Krónunni skannar viðskiptavinurinn strikamerkið á vörunum inni í appinu, greiðir þar fyrir vörurnar og yfirgefur svo búðina. Þórður Örn Reynisson, framkvæmdastjóri NÆR. Þórður Örn Reynisson framkvæmdastjóri NÆR segir þetta upprisu „hverfisverslunarinnar“, sem meðal annars eigi sér fyrirmynd í bandarísku keðjunni Amazon GO. „Það var mjög dýrt að koma upp svoleiðis verslun á Íslandi, sérstaklega fyrir hverfisverslun þannig að við ákváðum að fara sambærilegar leiðir og aðrir á Norðurlöndum hafa verið að gera. Og það hefur reynst rosalega vel, bæði í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.“ En skilar tæknivæðingin og starfsmannaleysið sér í vasa neytenda? Erfitt að segja, segir Þórður. „En verðlega séð erum við mjög vel verðlögð miðað við stærð á verslun og það að við stöndum ein á bak við þetta. Við erum ekki hluti af neinni keðju heldur er þetta bara ný keðja.“ Aðstandendur NÆR hafa jafnframt kortlagt höfuðborgarsvæðið - og ef allt gengur eftir munu fleiri snjallar verslanir spretta upp kollinum inni í hverfum.
Verslun Tækni Garðabær Stafræn þróun Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent