Bjarki Már og félagar úr leik eftir tap í Póllandi Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 18:23 Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprem skoruðu 50 mörk gegn Ferencvaros í ungversku deildinni í dag. Veszprem Pólska liðið Kielce tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta eftir öruggan sigur á Veszprem á heimavelli sínum í dag. Fyrir leikinn í dag var einvígið galopið eftir 29-29 jafntefli liðanna í fyrri leiknum sem fram fór á heimavelli Veszprem í Ungverjalandi. Það voru hins vegar heimamenn í Kielce sem voru sterkari aðilinn nánast frá upphafi leiks í dag. Þeir komust í 6-2 eftir rúmlega tíu mínútna leik, leiddu 18-12 í hálfleik og stefndu hraðbyri til Kölnar í úrslitahelgina. WHAT A GOAL! #ehfcl @kielcehandball pic.twitter.com/z0FuaPOHLi— EHF Champions League (@ehfcl) May 18, 2023 Veszprem gekk lítið að saxa á forskot Kielce í síðari hálfleiknum. Þeir náðu muninum niður í fjögur mörk snemma í síðari hálfleik en þá gaf Kielce í og náði 28-20 forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru í raun ekkert spennandi. Kielce sigldi sigrinum örugglega í höfn og unnu að lokum 31-27 sigur en Veszprem skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Bjarki Már Elísson var í liði Veszprem í dag en komst ekki á blað. Haukur Þrastarson var ekki með Kielce en hann er ennþá frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir fyrr í vetur. That ball is dizzy after that one! #ehfcl @kielcehandball pic.twitter.com/L5HIsB423c— EHF Champions League (@ehfcl) May 18, 2023 Lið Kielce er þar með komið í undanúrslit keppninnar ásamt PSG og Magdeburg. Í kvöld kemur svo í ljós hvort það verður Barcelona eða danska liðið GOG sem næla í síðasta sæti undanúrslitanna en Barcelona er með sjö marka forskot eftir fyrri leik liðanna í Danmörku. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fleiri fréttir „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var einvígið galopið eftir 29-29 jafntefli liðanna í fyrri leiknum sem fram fór á heimavelli Veszprem í Ungverjalandi. Það voru hins vegar heimamenn í Kielce sem voru sterkari aðilinn nánast frá upphafi leiks í dag. Þeir komust í 6-2 eftir rúmlega tíu mínútna leik, leiddu 18-12 í hálfleik og stefndu hraðbyri til Kölnar í úrslitahelgina. WHAT A GOAL! #ehfcl @kielcehandball pic.twitter.com/z0FuaPOHLi— EHF Champions League (@ehfcl) May 18, 2023 Veszprem gekk lítið að saxa á forskot Kielce í síðari hálfleiknum. Þeir náðu muninum niður í fjögur mörk snemma í síðari hálfleik en þá gaf Kielce í og náði 28-20 forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru í raun ekkert spennandi. Kielce sigldi sigrinum örugglega í höfn og unnu að lokum 31-27 sigur en Veszprem skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Bjarki Már Elísson var í liði Veszprem í dag en komst ekki á blað. Haukur Þrastarson var ekki með Kielce en hann er ennþá frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir fyrr í vetur. That ball is dizzy after that one! #ehfcl @kielcehandball pic.twitter.com/L5HIsB423c— EHF Champions League (@ehfcl) May 18, 2023 Lið Kielce er þar með komið í undanúrslit keppninnar ásamt PSG og Magdeburg. Í kvöld kemur svo í ljós hvort það verður Barcelona eða danska liðið GOG sem næla í síðasta sæti undanúrslitanna en Barcelona er með sjö marka forskot eftir fyrri leik liðanna í Danmörku.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fleiri fréttir „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sjá meira