Viðskipti innlent

Kveður Marel og tekur við sem fjár­mála- og rekstrar­stjóri Eyris Invest

Atli Ísleifsson skrifar
Halla Guðrún Jónsdóttir.
Halla Guðrún Jónsdóttir. Aðsend

Halla Guðrún Jónsdóttir hefur tekið við starfi fjármála- og rekstrarstjóra hjá Eyri Invest hf. Hún kemur til Eyris frá Marel.

Í tilkynningu segir að Halla muni fara fyrir daglegum fjármálum, rekstri og uppgjörum Eyris. 

„Hún er með BS-gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og Paris School of Business og MS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Áður starfaði Halla hjá Marel frá árinu 2018, síðast sem teymisstjóri í miðlægri deild fjárhagsbókhalds og uppgjöra hjá félögum Marel í Evrópu og áður leiddi hún fjármáladeild Marel á Íslandi. Hefur hún í störfum sínum sérhæft sig í stöðugum umbótum og ferlavinnu ásamt stærri endurskipulagningarverkefnum,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×