Körfubolti

„Veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag“

Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson skrifa
Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik kvöldsins er mikil. Stuðningsmenn Tindastóls hafa farið á kostum.
Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik kvöldsins er mikil. Stuðningsmenn Tindastóls hafa farið á kostum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Stemningin á Sauð­ár­króki fyrir stór­leik Tinda­stóls og Vals í úr­slitum Subway deildar karla í körfu­bolta í kvöld er við suðu­punkt og vonast heima­menn eftir sögu­legum úr­slitum.

Skag­firðingar geta tryggt sér Ís­lands­meistara­titilinn á heima­velli í kvöld í fyrsta skipti í sögunni með sigri á ríkjandi Ís­lands­meisturum Vals í fjórða leik liðanna í úr­slita­ein­vígi Subway-deildarinnar.

Dæmi er um að at­vinnu­rek­endur á Sauð­ár­króki og nær­sveitum séu búnir að skipu­leggja daginn þannig að starfs­mönnum verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu til þess að geta undir­búið sig fyrir veislu kvöldsins.

Sig­ríður Inga Viggós­dóttir, skemmtana­stjóri Tinda­stóls, segir að vissu­lega sé um að ræða langan vinnu­dag fyrir marga á Sauð­ár­króki og ó­víst hvort vinnu­fram­lagið sé eins og á hefð­bundnum mánu­degi.

„Það má segja það. Ég veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag, það alla­vegana þykist vinna og bíður spennt eftir kvöldinu,“ segir Sig­ríður í sam­tali við Val Pál Ei­ríks­son, í­þrótta­frétta­mann Stöðvar 2.

Hún segir stemninguna á Sauð­ár­króki vera gríðar­lega góða fyrir stór­leik kvöldsins.

„Það er því­líkur sam­hugur hjá fólki og allir rosa­lega spenntir. Þá er einnig gaman að finna það í nær­sveitum Sauð­ár­króks hversu mikill stuðningurinn við Tinda­stól er.“

Hefðu geta selt tíu sinnum inn í húsið

Þó svo að stemningin sé á­þreifan­leg í bæjar­fé­laginu séu heima­menn þó líka að reyna dempa sig niður.

„And­stæðingurinn er gríðar­lega sterkt lið Vals, þeir eru ríkjandi Ís­lands­meistarar og ekkert auð­veldur leikur fram undan.“

Ljóst er að eftir­spurnin eftir miðum á leik kvöldsins hafi verið mun meiri en fram­boðið, mun færri fengu miða en vildu eins og sjá má af fjöl­mörgum aug­lýsingum eftir miðum á sam­fé­lags­miðlum, og jafn­vel ársmiða­hafar fóru erindis­leysu.

„Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill, því miður. Við erum ekki með það stórt hús að við hefðum geta tekið á móti öllum sem vildu koma, við hefðum örugg­lega geta selt tíu sinnum inn í húsið ef það hefði staðið til boða en því miður geta ekki allir fengið miða á leikinn í kvöld.“

Sig­ríður er hins vegar bjart­sýn á að tekist hafi að tryggja öllu dyggasta stuðnings­fólki Tinda­stóls miða.

„Ég vona að það sé ekki mikið ó­sætti eftir miða­söluna en auð­vitað eru alltaf ein­hverjir ó­sáttir.“

Snjókoman viti á gott

Það verður mikið um dýrðir á Sauð­ár­króki í dag fyrir leik til að byggja upp stemninguna.

„Það er fal­legur dagur hér í Skaga­firði, eins og alltaf. Það er ör­lítil snjó­koma í dag eins og er en það boðar bara gott. Kaldur og góður dagur en fal­legur.

Partíið okkar byrjar klukkan fjögur í dag. Við höfum haldið partí fyrir alla leiki Tinda­stóls síðan 7.apríl og ætlum ekki að hætta því núna.“

Á dag­skrá séu skemmti­leg tón­listar­at­riði.

„Svo verða grillaðir ham­borgarar og al­menn gleði við völd. í­þrótta­húsið opnar síðan klukkan hálf sex og við hvetjum öll til þess að klæða sig vel, mæta snemma á svæðið, hafa gaman, sýna sig og sjá aðra.“

Ekki hugsað út í sigurpartý

Ekki sé búið að skipuleggja partí fari svo að Tindastóll sigri leik kvöldsins og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn.

„Við byrjum á því að vinna þennan leik og hugsum svo um fram­haldið. Við erum ekki alveg komin þangað.“

Nú þurfi að halda spennu­stiginu niðri.

„Það er gríðar­lega erfiður leikur fram undan og ekkert gefið í þessu. Við höfum ekki hugsað þetta svona langt.

Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×