Spá því að hagvöxtur gæti orðið sögulega mikill næstu ár Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2023 11:25 Erna Björg Sverrisdóttir er aðalhagfræðingur Arion banka. Vísir/Vilhelm Ný greiningardeild Arion banka segir að horfur séu á meiri hagvexti í ár en áður var talið og að áfram muni „blása byrlega í segl þjóðarskútunnar“. Þetta kemur fram í nýrri hagspá hinnar nýju deildar sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur bankans, veitir forstöðu. Í greiningunni kemur fram að mikil fólksfjölgun, hraðari uppsveifla ferðaþjónustunnar en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá og öflug fjárfesting, sem studd sé af lágum raunvöxtum síðustu misseri, komi til með að leiða til 5,1 prósenta hagvaxtar í ár. „Með öðrum orðum, fjölgun íbúa og ferðamanna drífur áfram hagvöxt. Á næsta ári er hins vegar útlit fyrir að verulega hægi á með 1,6% hagvexti, m.a. vegna vaxtahækkana, en að hagkerfið leiti í langtímahagvöxt árið 2025. Stærsta vandamálið sem efnahagslífið glímir við um þessar mundir er tæp 10% verðbólga sem hefur ítrekað reynst þrálátari en áður var talið. Við gerum engu að síður ráð fyrir að verðbólgan hjaðni næstu misseri en það mun kosta frekari vaxtahækkanir,“ segir í spá bankans. Ófyrirséðir atburðir geti sett strik í reikninginn Ennfremur kemur fram að líkur séu á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár, en að ýmsir þættir geti þróast til verri vegar. „Hagkerfið er almennt í góðu ásigkomulagi og við erum bjartsýn á framtíðarhorfur efnahagslífsins. Þar skipta metnaðarfull áform í fiskeldi, orkuskiptum, ýmsum tæknigreinum, lyfjaiðnaði og fleiri atvinnugreinum miklu máli. Spáin er þó varfærin hvað þessi áform varðar en gangi þau eftir eru líkur á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár. Á hinn bóginn getur ýmislegt þróast til verri vegar. Horfur eru á hægagangi, og jafnvel niðursveiflu, í okkar viðskiptalöndum sem getur smitast hingað og vaxtahækkanir um heim allan, þ.m.t. á Íslandi, gætu bitnað meira á raunhagkerfinu en við gerum ráð fyrir. Þá er ótalin reynsla okkar af heimsfaraldri og stríðsátökum síðustu ára: Ýmsir ófyrirséðir atburðir geta hæglega sett strik í reikninginn,“ segir í hagspá greiningardeildar bankans. Efnahagsmál Arion banki Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri hagspá hinnar nýju deildar sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur bankans, veitir forstöðu. Í greiningunni kemur fram að mikil fólksfjölgun, hraðari uppsveifla ferðaþjónustunnar en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá og öflug fjárfesting, sem studd sé af lágum raunvöxtum síðustu misseri, komi til með að leiða til 5,1 prósenta hagvaxtar í ár. „Með öðrum orðum, fjölgun íbúa og ferðamanna drífur áfram hagvöxt. Á næsta ári er hins vegar útlit fyrir að verulega hægi á með 1,6% hagvexti, m.a. vegna vaxtahækkana, en að hagkerfið leiti í langtímahagvöxt árið 2025. Stærsta vandamálið sem efnahagslífið glímir við um þessar mundir er tæp 10% verðbólga sem hefur ítrekað reynst þrálátari en áður var talið. Við gerum engu að síður ráð fyrir að verðbólgan hjaðni næstu misseri en það mun kosta frekari vaxtahækkanir,“ segir í spá bankans. Ófyrirséðir atburðir geti sett strik í reikninginn Ennfremur kemur fram að líkur séu á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár, en að ýmsir þættir geti þróast til verri vegar. „Hagkerfið er almennt í góðu ásigkomulagi og við erum bjartsýn á framtíðarhorfur efnahagslífsins. Þar skipta metnaðarfull áform í fiskeldi, orkuskiptum, ýmsum tæknigreinum, lyfjaiðnaði og fleiri atvinnugreinum miklu máli. Spáin er þó varfærin hvað þessi áform varðar en gangi þau eftir eru líkur á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár. Á hinn bóginn getur ýmislegt þróast til verri vegar. Horfur eru á hægagangi, og jafnvel niðursveiflu, í okkar viðskiptalöndum sem getur smitast hingað og vaxtahækkanir um heim allan, þ.m.t. á Íslandi, gætu bitnað meira á raunhagkerfinu en við gerum ráð fyrir. Þá er ótalin reynsla okkar af heimsfaraldri og stríðsátökum síðustu ára: Ýmsir ófyrirséðir atburðir geta hæglega sett strik í reikninginn,“ segir í hagspá greiningardeildar bankans.
Efnahagsmál Arion banki Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira