Spá því að hagvöxtur gæti orðið sögulega mikill næstu ár Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2023 11:25 Erna Björg Sverrisdóttir er aðalhagfræðingur Arion banka. Vísir/Vilhelm Ný greiningardeild Arion banka segir að horfur séu á meiri hagvexti í ár en áður var talið og að áfram muni „blása byrlega í segl þjóðarskútunnar“. Þetta kemur fram í nýrri hagspá hinnar nýju deildar sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur bankans, veitir forstöðu. Í greiningunni kemur fram að mikil fólksfjölgun, hraðari uppsveifla ferðaþjónustunnar en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá og öflug fjárfesting, sem studd sé af lágum raunvöxtum síðustu misseri, komi til með að leiða til 5,1 prósenta hagvaxtar í ár. „Með öðrum orðum, fjölgun íbúa og ferðamanna drífur áfram hagvöxt. Á næsta ári er hins vegar útlit fyrir að verulega hægi á með 1,6% hagvexti, m.a. vegna vaxtahækkana, en að hagkerfið leiti í langtímahagvöxt árið 2025. Stærsta vandamálið sem efnahagslífið glímir við um þessar mundir er tæp 10% verðbólga sem hefur ítrekað reynst þrálátari en áður var talið. Við gerum engu að síður ráð fyrir að verðbólgan hjaðni næstu misseri en það mun kosta frekari vaxtahækkanir,“ segir í spá bankans. Ófyrirséðir atburðir geti sett strik í reikninginn Ennfremur kemur fram að líkur séu á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár, en að ýmsir þættir geti þróast til verri vegar. „Hagkerfið er almennt í góðu ásigkomulagi og við erum bjartsýn á framtíðarhorfur efnahagslífsins. Þar skipta metnaðarfull áform í fiskeldi, orkuskiptum, ýmsum tæknigreinum, lyfjaiðnaði og fleiri atvinnugreinum miklu máli. Spáin er þó varfærin hvað þessi áform varðar en gangi þau eftir eru líkur á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár. Á hinn bóginn getur ýmislegt þróast til verri vegar. Horfur eru á hægagangi, og jafnvel niðursveiflu, í okkar viðskiptalöndum sem getur smitast hingað og vaxtahækkanir um heim allan, þ.m.t. á Íslandi, gætu bitnað meira á raunhagkerfinu en við gerum ráð fyrir. Þá er ótalin reynsla okkar af heimsfaraldri og stríðsátökum síðustu ára: Ýmsir ófyrirséðir atburðir geta hæglega sett strik í reikninginn,“ segir í hagspá greiningardeildar bankans. Efnahagsmál Arion banki Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri hagspá hinnar nýju deildar sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur bankans, veitir forstöðu. Í greiningunni kemur fram að mikil fólksfjölgun, hraðari uppsveifla ferðaþjónustunnar en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá og öflug fjárfesting, sem studd sé af lágum raunvöxtum síðustu misseri, komi til með að leiða til 5,1 prósenta hagvaxtar í ár. „Með öðrum orðum, fjölgun íbúa og ferðamanna drífur áfram hagvöxt. Á næsta ári er hins vegar útlit fyrir að verulega hægi á með 1,6% hagvexti, m.a. vegna vaxtahækkana, en að hagkerfið leiti í langtímahagvöxt árið 2025. Stærsta vandamálið sem efnahagslífið glímir við um þessar mundir er tæp 10% verðbólga sem hefur ítrekað reynst þrálátari en áður var talið. Við gerum engu að síður ráð fyrir að verðbólgan hjaðni næstu misseri en það mun kosta frekari vaxtahækkanir,“ segir í spá bankans. Ófyrirséðir atburðir geti sett strik í reikninginn Ennfremur kemur fram að líkur séu á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár, en að ýmsir þættir geti þróast til verri vegar. „Hagkerfið er almennt í góðu ásigkomulagi og við erum bjartsýn á framtíðarhorfur efnahagslífsins. Þar skipta metnaðarfull áform í fiskeldi, orkuskiptum, ýmsum tæknigreinum, lyfjaiðnaði og fleiri atvinnugreinum miklu máli. Spáin er þó varfærin hvað þessi áform varðar en gangi þau eftir eru líkur á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár. Á hinn bóginn getur ýmislegt þróast til verri vegar. Horfur eru á hægagangi, og jafnvel niðursveiflu, í okkar viðskiptalöndum sem getur smitast hingað og vaxtahækkanir um heim allan, þ.m.t. á Íslandi, gætu bitnað meira á raunhagkerfinu en við gerum ráð fyrir. Þá er ótalin reynsla okkar af heimsfaraldri og stríðsátökum síðustu ára: Ýmsir ófyrirséðir atburðir geta hæglega sett strik í reikninginn,“ segir í hagspá greiningardeildar bankans.
Efnahagsmál Arion banki Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira