Körfubolti

Hallgrímur tekur við Fjölni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hallgrímur Brynjólfsson stýrir Fjölni í Subway-deild kvenna á næsta tímabili.
Hallgrímur Brynjólfsson stýrir Fjölni í Subway-deild kvenna á næsta tímabili. Fjölnir

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur komist að samkomulagi við Hallgrím Brynjólfsson um að hann taki við sem þjálfari kvennaliðs félagsins í Subway-deild kvenna á næsta tímabili.

Hallgrímur stýrði sameiginlegu liði Hamars/Þórs í 1. deild kvenna undanfarin þrjú tímabil, en tekur nú við Fjölniskonum í deild þeirra bestu.

Hann hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari Þórs Þorlákshafnar, en hefur einnig starfað sem þjálfari Hamars og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Auk þess hefur Hallgrímur þjálfað yngri landslið Íslands.

Fjölnir, sem varð deildarmeistari í Subway-deild kvenna árið 2022, hafnaði í sjötta sæti deildarinnarinnar á nýafstöðnu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×