Eignasöluferli Heimstaden gæti tekið fimm ár Bjarki Sigurðsson skrifar 11. maí 2023 17:27 Egill Lúðvíksson tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót. Aðsend Leigufélagið Heimstaden er ekki á leiðinni af íslenskum fasteignamarkaði strax heldur er félagið einungis að skoða hvernig það eigi að minnka við sig. Að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi er það eina sem hægt er að staðfesta að félagið muni ekki stækka við sig hér á landi. Í gær var greint frá því að ekkert yrði að kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í leigufélaginu Heimstaden. Var þar sagt að þar með væri ekki hægt að halda uppi viðskiptamódeli félagsins sem gengur út á að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eigi meirihluta félagsins á móti Heimstaden. Í kjölfar þess birtust fréttir um að leigufélagið ætlaði að selja allar sínar íbúðir á Íslandi. Egill Lúðvíksson, sem tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót, segir þó að svo sé ekki raunin. Félagið sé eins og er einungis að minnka umsvif sín á markaði og mun það taka nokkur ár að selja allar eignir þess. „Ferlið að skala niður eignasafnið gæti hæglega tekið 4-5 ár. Við munum leitast við að nálgast þetta af varfærni og reyna að takmarka neikvæð áhrif á leigumarkaðinn eins og unnt er,“ segir Egill í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Hraði ferlisins mun fara eftir markaðsaðstæðum og hvort einhver vilji stíga inn í reksturinn, taka yfir eignir og halda þeim í leigu. „Við munum leitast við að finna kaupendur sem eru tilbúnir að bjóða eignir til áframhaldandi langtímaleigu og lágmarka rask fyrir okkar viðskiptavini. Við munum skoða þá möguleika á næstunni. En líklega fara einnig eignir í sölu á almennum markaði,“ segir Egill. Í tilfellum þar sem selja á stakar íbúðir með leigusamningum til staðar þá verður leigjendum boðinn forkaupsréttur á þeim. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir af okkar leigjendum munu ekki hafa tök á slíku, en munum samt reyna að hjálpa þeim við slíkt,“ segir Egill. Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Í gær var greint frá því að ekkert yrði að kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í leigufélaginu Heimstaden. Var þar sagt að þar með væri ekki hægt að halda uppi viðskiptamódeli félagsins sem gengur út á að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eigi meirihluta félagsins á móti Heimstaden. Í kjölfar þess birtust fréttir um að leigufélagið ætlaði að selja allar sínar íbúðir á Íslandi. Egill Lúðvíksson, sem tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót, segir þó að svo sé ekki raunin. Félagið sé eins og er einungis að minnka umsvif sín á markaði og mun það taka nokkur ár að selja allar eignir þess. „Ferlið að skala niður eignasafnið gæti hæglega tekið 4-5 ár. Við munum leitast við að nálgast þetta af varfærni og reyna að takmarka neikvæð áhrif á leigumarkaðinn eins og unnt er,“ segir Egill í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Hraði ferlisins mun fara eftir markaðsaðstæðum og hvort einhver vilji stíga inn í reksturinn, taka yfir eignir og halda þeim í leigu. „Við munum leitast við að finna kaupendur sem eru tilbúnir að bjóða eignir til áframhaldandi langtímaleigu og lágmarka rask fyrir okkar viðskiptavini. Við munum skoða þá möguleika á næstunni. En líklega fara einnig eignir í sölu á almennum markaði,“ segir Egill. Í tilfellum þar sem selja á stakar íbúðir með leigusamningum til staðar þá verður leigjendum boðinn forkaupsréttur á þeim. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir af okkar leigjendum munu ekki hafa tök á slíku, en munum samt reyna að hjálpa þeim við slíkt,“ segir Egill.
Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur