Viðskipti innlent

Borgin seldi skuldabréf fyrir 3,2 milljarða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri út þetta ár en þá tekur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við stöðunni.
Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri út þetta ár en þá tekur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við stöðunni. Vísir/Vilhelm

Skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar lauk í gær og seldi borgin skuldabréf fyrir 3,2 milljarða króna. Boðin voru út bréf í tveimur skuldabréfaflokkum, RVK 32 1 og RVKG 48 1. Bárust tilboð upp á 4,6 milljarða króna.

Heildartilboð í fyrri flokkinn, sem er verðtryggður skuldabréfa flokkur, námu tæplega 1,9 milljörðum króna að nafnvirði á bilinu 3,49%-3,68%. Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnvirði 1.280 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,61%.

Útistandandi fyrir útboð voru 26,9 milljarðar að nafnvirði að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar upp á 960 milljónir króna. Heildarstærð flokksins nemur 28,1 milljarði að loknu útboðinu.

Heildartilboð í RVKG 48 1, sem er verðtryggður grænn skuldabréfaflokkur, námu samtals tæplega 2,7 milljörðum króna að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 3,44%-3,53%.

Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnvirði 1.9 milljörðum króna á ávöxtunarkröfunni 3,50%. Útistandandi fyrir útboð voru 10,4 milljarðar að nafnvirði að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar upp á 800 milljónir króna.

Heildarstærð flokksins er nú 12,2 milljarðar króna að nafnverði.

Reykjavíkurborg hætti í tvígang við fyrirhugað útboð áður en kom að útboðinu sem lauk í dag. Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er áformað að taka lán fyrir allt að 21 milljarð króna að markaðsvirði, ýmist með útgáfu skuldabréfa á skuldabréfamarkaði, með beinni lántöku eða öðrum hætti.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×