Viðskipti innlent

Sveinn Bjarki ráðinn tækni­stjóri Swapp Agen­cy

Atli Ísleifsson skrifar
Sveinn Bjarki Brynjarsson.
Sveinn Bjarki Brynjarsson. Aðsend

Sveinn Bjarki Brynjarsson hefur verið ráðinn tæknistjóri Swapp Agency og hefur hann þegar hafið störf.

Í tilkynningu segir að Sveinn muni hafa yfirumsjón með þróun stafrænna lausna og tækniumhverfi Swapp Agency sem býður fyrirtækjum upp á lausn við að setja upp starfsfólk í fjarvinnu í öðrum löndum.

„Sveinn starfaði áður sem forritari hjá Origo og kom þar að ýmsum verkefnum, til að mynda hönnun og forritun á sýnatöku- og bólusetningarkerfi fyrir íslenska heilbrigðiskerfið í Covid-19 faraldrinum. Þar áður starfaði hann við forritun hjá Advania.

Sveinn er með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.