Endaði tilfinningalega tómur og ætlar sér að skemma partýið Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 11:46 Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta Mynd: Fjölnir Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta, segist hafa verið tilfinningalega tómur eftir síðasta leik liðsins í hörðu einvígi gegn Víkingi Reykjavík á dögunum. Fram undan er stærsti leikurinn á hans þjálfaraferli til þessa. Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan: Fjölnir Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan:
Fjölnir Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira