Endaði tilfinningalega tómur og ætlar sér að skemma partýið Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 11:46 Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta Mynd: Fjölnir Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta, segist hafa verið tilfinningalega tómur eftir síðasta leik liðsins í hörðu einvígi gegn Víkingi Reykjavík á dögunum. Fram undan er stærsti leikurinn á hans þjálfaraferli til þessa. Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan: Fjölnir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan:
Fjölnir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira