Viðskipti innlent

Play bætir við tveimur á­fanga­stöðum næsta vetur

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsta flugið til Fuerteventura verður í desember næstkomandi og til Verona í janúar á næsta ári.
Fyrsta flugið til Fuerteventura verður í desember næstkomandi og til Verona í janúar á næsta ári. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að fyrsta flugið til Verona verði 20. janúar árið 2024 en flogið verði einu sinni í viku á laugardögum til 24. febrúar. 

Fyrsta flugið til Fuerteventura verður 20. desember næstkomandi og verður flogið til 10. apríl. Boðið verður upp á flug einu sinni í viku á tímabilinu.

„Fuerteventura er sannkölluð paradísareyja en hún er líklega frægust fyrir æðislegar öldur, gullfallegar strendur og fullkomnar aðstæður fyrir brimbrettafólk. Þá þykir loftslag eyjunnar tilvalið fyrir alls kyns útivist og íþróttir en þar má sannarlega njóta lífsins við hjólreiðar, göngu og golf svo fátt eitt sé nefnt.

Áttundi áfangastaðurinn á Spáni

Verona er að sjálfsögðu þekktust fyrir rómantískustu svalir bókmenntasögunnar en hún státar einnig af stórfenglegri borgarfegurð. Frá borginni er stutt að fara í úrval vinsælla og frægra skíðasvæða í Ölpunum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt skíðafæri.

Fuerteventura er áttundi áfangastaður PLAY á Spáni en fyrir flýgur PLAY til Alicante, Barcelona, Las Palmas, Madríd, Malaga, Mallorca og Tenerife. PLAY flýgur einnig til Porto og Lissabon í Portúgal. Verona er þriðji áfangastaður PLAY á Ítalíu en félagið er einnig með áætlunarferðir til Bologna og Feneyja,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×