Viðskipti innlent

Björn Berg hættir hjá Íslandsbanka

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björn Berg Gunnarsson var deildastjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka en hyggst nú hefja sjálfstæðan rekstur.
Björn Berg Gunnarsson var deildastjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka en hyggst nú hefja sjálfstæðan rekstur. Vísir/Vilhelm

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, er hættur störfum fyrir bankann. Hann hefur starfað fyrir bankann í sextán ár.

Frá þessu greinir Morgunblaðið. Blaðið hefur eftir Birni að hann hyggist nú hefja sjálfstæðan rekstur utan um ráðgjöf og námskeiðahald.

Hann segist hafa gengið með þá hugmynd í maganum í nokkurn tíma. Björn hefur meðal annars byggt upp umsvifamikla fræðslustarfsemi í Íslandsbanka undanfarin ár og frætt landsmenn um sparnað, lífeyrismál og fleira.

Björn segir við Moggann að hann hafi náð öllum sínum markmiðum hjá bankanum og greiningardeild hans. Hann segir að fyrst og fremst megi þakka stjórnendum og starfsfólki fyrir uppbyggingarstarfið á fræðslustarfsemi bankans.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×