Handbolti

„Sannfærandi sigur eins og þetta átti að vera“

Andri Már Eggertsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk í dag
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk í dag Vísir/Hulda Margrét

Ísland vann laglegan sjö marka sigur gegn Eistlandi 30-23. Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, var ánægður með sigurinn og verkefnið í heild sinni.

„Þetta var frábært og góður sigur. Þetta var sannfærandi sigur eins og þetta átti að vera og mér fannst þetta mjög fagmannlega afgreitt hjá okkur,“ sagði Óðinn Þór Ríkharðsson eftir leik.

Í stöðunni 5-4 gerði Ísland sex mörk í röð og Óðinn var ánægður með Viktor Gísla Hallgrímsson í markinu.

„Viktor [Gísli Hallgrímsson] varði ótrúlega í fyrri hálfleik. Það var bara markvarslan og vörnin var einnig góð.“

Óðinn var nokkuð sáttur með seinni hálfleikinn. Eistland spilaði margar langar sóknir og Óðinn var sáttur með hvernig Ísland leysti það.

„Þetta var fínasti síðari hálfleikur. Þeir spiluðu langar sóknir og það var flott hvernig við leystum það. Úrslitin voru aldrei í hættu og mér fannst þeir aldrei koma með neitt áhlaup. Mér fannst við spila þetta vel og þetta var sannfærandi sigur.“

Óðinn var ánægður með báða leikina og uppskeruna í þessu landsliðsverkefni.

„Þetta var mjög góður gluggi. Tveir sannfærandi sigrar og glugginn í heild sinni var frábær,“ sagði Óðinn Þór Ríkharðsson að lokum.

Klippa: Óðinn Þór Ríkharðsson eftir sigur Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×