Sextíu prósent fleiri farþegar en á sama tíma í fyrra Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 18:32 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Rekstrartekjur Icelandair námu 33,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2023. Jukust þær um 47 prósent milli ára. Félagið tapaði sjö milljörðum króna á ársfjórðungnum en veðurtengdar raskanir höfðu neikvæð áhrif á afkomuna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem var birt í Kauphöllinni í dag. Þar kemur fram að 664 þúsund manns hafi flogið með félaginu fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 57 prósent meira en sama fjórðung á síðasta ári. Lausafjárstaða félagsins er 63 milljarðar króna. EBIT hlutfall félagsins batnaði um 10,3 prósentustig milli ára. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, eru horfur fyrir árið í heild góðar þrátt fyrir verðbólgu og ýmsar aðrar áskoranir. Meðal annars hafi sætanýting félagsins verið sú besta í sjö ár. „Hins vegar hafði eldsneytisverð, veðurtengdar flugraskanir og verðbólga meiri áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum en búist var við. Til viðbótar var afkoman af fraktstarfsemi okkar undir væntingum vegna krefjandi markaðsaðstæðna og tafa í fraktflugáætlun. Horfur í fraktflutningum verða áfram krefjandi og munum við á næstunni leggja alla áherslu á að bæta afkomuna. Leiguflugstarfsemi félagsins gekk vel í fjórðungnum og útlit er fyrir áframhaldandi góða afkomu á árinu,“ er haft eftir Boga í uppgjörinu. Hann segir undirbúning fyrir sumarið vera í fullum gangi og þakkar hann starfsfólki Icelandair fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Bráðum mæta 1.100 sumarstarfsmenn til starfa og er þjálfun í fullum gangi. „Til lengri tíma litið, þá erum við í góðri stöðu til að nýta tækifærin sem framundan eru með öflugt leiðakerfi sem byggt er á einstakri staðsetningu Íslands, yfirgripsmikla innviði sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og sterka fjárhagsstöðu. Til að styðja við framtíðarvöxt félagsins höfum við tekið ákvörðun um að fjárfesta í Airbus flugvélum af gerðinni A321XLR. Þessar vélar munu ekki einungis gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið heldur einnig sækja á nýja og spennandi markaði í framtíðinni,” segir Bogi. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem var birt í Kauphöllinni í dag. Þar kemur fram að 664 þúsund manns hafi flogið með félaginu fyrstu þrjá mánuði ársins, sem er 57 prósent meira en sama fjórðung á síðasta ári. Lausafjárstaða félagsins er 63 milljarðar króna. EBIT hlutfall félagsins batnaði um 10,3 prósentustig milli ára. Að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, eru horfur fyrir árið í heild góðar þrátt fyrir verðbólgu og ýmsar aðrar áskoranir. Meðal annars hafi sætanýting félagsins verið sú besta í sjö ár. „Hins vegar hafði eldsneytisverð, veðurtengdar flugraskanir og verðbólga meiri áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum en búist var við. Til viðbótar var afkoman af fraktstarfsemi okkar undir væntingum vegna krefjandi markaðsaðstæðna og tafa í fraktflugáætlun. Horfur í fraktflutningum verða áfram krefjandi og munum við á næstunni leggja alla áherslu á að bæta afkomuna. Leiguflugstarfsemi félagsins gekk vel í fjórðungnum og útlit er fyrir áframhaldandi góða afkomu á árinu,“ er haft eftir Boga í uppgjörinu. Hann segir undirbúning fyrir sumarið vera í fullum gangi og þakkar hann starfsfólki Icelandair fyrir vel unnin störf síðustu mánuði. Bráðum mæta 1.100 sumarstarfsmenn til starfa og er þjálfun í fullum gangi. „Til lengri tíma litið, þá erum við í góðri stöðu til að nýta tækifærin sem framundan eru með öflugt leiðakerfi sem byggt er á einstakri staðsetningu Íslands, yfirgripsmikla innviði sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og sterka fjárhagsstöðu. Til að styðja við framtíðarvöxt félagsins höfum við tekið ákvörðun um að fjárfesta í Airbus flugvélum af gerðinni A321XLR. Þessar vélar munu ekki einungis gera okkur kleift að þróa viðskiptalíkan félagsins enn frekar í flugi yfir Atlantshafið heldur einnig sækja á nýja og spennandi markaði í framtíðinni,” segir Bogi.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira