„Ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir brenni fyrir þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2023 10:33 Christian Berge þjálfaði norska landsliðið á árunum 2014-22. Hann tók við hinum nýríka ofurliði Kolstad í fyrra. getty/Nikola Krstic Ólafur Stefánsson er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti eftir HM í Svíþjóð og Póllandi. Nokkrir erlendir þjálfarar hafa verið orðaðir við starfið, meðal annars Michael Apelgren, Nicolej Krickau og Christian Berge. Sá síðastnefndi er þjálfari Kolstad í Noregi og þjálfaði norska landsliðið lengi. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til tveggja silfurverðlauna á heimsmeistaramótum. Í samtali við fjölmiðla í heimalandinu staðfesti hann áhuga frá Íslandi. Krickau vildi aftur á móti ekki tjá sig um íslenskan áhuga. Ólafur var í löngu viðtali í Handkastinu þar sem hann ræddi um landsliðsþjálfaraleitina og möguleikana í stöðunni. Hann vill helst að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki við landsliðinu og erlendur þjálfari heillar hann ekki mikið. „Ef við ætlum að fá útlendinga, þú þarft að þekkja karakter leikmannanna sem eru núna svo vel. Þetta er svo mikið stjórnunarstarf. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar Sovétríkin voru með liðið sitt í tvö ár þrisvar á dag. Þú þarft að hafa svo mikinn skilning á leikmönnunum, hver getur spilað síðustu tvær mínúturnar í leiknum, hver er að fara að byrja, hver höndlar pressu, hver ekki, hver er í formi, hver ekki,“ sagði Ólafur. „Mér finnst það tala fyrir innlendum þjálfara. Auðvitað megum við ekki vera of miklir Íslendingar og þora ekki að taka neitt að utan. En ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir fokking brenni fyrir þetta. Þeir þurfa bara að leigja íbúð heima og búa á Íslandi finnst mér. Það er alveg nóg pressa á Berge í Kolstad og ætla svo að hoppa eina og eina helgi eða viku til Íslands. Mér finnst það frekar langsótt.“ Ólafur var þó hrifinn af þeirri hugmynd Arnars Daða Arnarssonar að Berge tæki við landsliðinu með Snorra Stein Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann og væntanlegan eftirmann. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti eftir HM í Svíþjóð og Póllandi. Nokkrir erlendir þjálfarar hafa verið orðaðir við starfið, meðal annars Michael Apelgren, Nicolej Krickau og Christian Berge. Sá síðastnefndi er þjálfari Kolstad í Noregi og þjálfaði norska landsliðið lengi. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til tveggja silfurverðlauna á heimsmeistaramótum. Í samtali við fjölmiðla í heimalandinu staðfesti hann áhuga frá Íslandi. Krickau vildi aftur á móti ekki tjá sig um íslenskan áhuga. Ólafur var í löngu viðtali í Handkastinu þar sem hann ræddi um landsliðsþjálfaraleitina og möguleikana í stöðunni. Hann vill helst að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki við landsliðinu og erlendur þjálfari heillar hann ekki mikið. „Ef við ætlum að fá útlendinga, þú þarft að þekkja karakter leikmannanna sem eru núna svo vel. Þetta er svo mikið stjórnunarstarf. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar Sovétríkin voru með liðið sitt í tvö ár þrisvar á dag. Þú þarft að hafa svo mikinn skilning á leikmönnunum, hver getur spilað síðustu tvær mínúturnar í leiknum, hver er að fara að byrja, hver höndlar pressu, hver ekki, hver er í formi, hver ekki,“ sagði Ólafur. „Mér finnst það tala fyrir innlendum þjálfara. Auðvitað megum við ekki vera of miklir Íslendingar og þora ekki að taka neitt að utan. En ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir fokking brenni fyrir þetta. Þeir þurfa bara að leigja íbúð heima og búa á Íslandi finnst mér. Það er alveg nóg pressa á Berge í Kolstad og ætla svo að hoppa eina og eina helgi eða viku til Íslands. Mér finnst það frekar langsótt.“ Ólafur var þó hrifinn af þeirri hugmynd Arnars Daða Arnarssonar að Berge tæki við landsliðinu með Snorra Stein Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann og væntanlegan eftirmann. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01