Tvö lið í sumarfrí en eitt hélt sér á lífi í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 07:20 Devin Booker átti magnaðan leik með Phoenix Suns liðinu í nótt. AP/Matt York Los Angeles Clippers og Minnesota Timberwolves eru bæði komin í sumarfrí eftir tap í nótt í fimmta leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvígi sínu á móti Boston Celtics. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu og Jamal Murray skoraði 35 stig þegar Denver Nuggets sló út Minnesota Timberwolves með 112-109 sigri. Denver vann einvígið því 4-1. Jokic bauð upp á 28 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum en hitti aðeins úr 8 af 29 skotum sínum. DEVIN. BOOKER.47 PTS8 REB10 AST70% FGSuns win Game 5 and advance to the Western Conference Semifinals #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/NqMHE1pSEX— NBA (@NBA) April 26, 2023 Phoenix Suns er líka komið áfram eftir 136-130 sigur á Los Angeles Clippers og þar með 4-1 sigur samanlagt. Devin Booker átti magnaðan leik en hann var með 47 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Kevin Durant skoraði 31 stig en saman hittu þeir félagar úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum. Booker var með 25 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. Norman Powell skoraði 27 stig fyrir Clippers liðið en Russell Westbrook (14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum í leiknum. Clippers vann fyrsta leikinn í einvíginu en tapaði síðan næstu fjórum. Kawhi Leonard spilaði bara fyrstu tvo leikina en meiddist svo á hné. Denver Nuggets og Phoenix Suns mætast í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvíginu á móti Boston Celtics með mögnuðum endaspretti en Hawks minnkaði muninn í 3-2 með 119-117 sigri í Boston. Celtics var þrettán stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta. Trae Young sá nánast einn til þess að það verður annar leikur í einvíginu því hann skoraði fjórtán síðustu stig Atlanta Hawks liðsins í leiknum þar á meðal þriggja stiga sigurkörfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir. Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 35 stig fyrir Boston en Jayson Tatum var með 19 stig. Tatum hitti aðeins úr 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum en var með 8 fráköst og 8 stoðsendingar. KD balled out as the Suns won Game 5 31 PTS, 6 REB, 4 ASTPHX advances to the Western Conference Semifinals.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/HNHsEjklQv— NBA (@NBA) April 26, 2023 NBA Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Sjá meira
Nikola Jokic var með þrefalda tvennu og Jamal Murray skoraði 35 stig þegar Denver Nuggets sló út Minnesota Timberwolves með 112-109 sigri. Denver vann einvígið því 4-1. Jokic bauð upp á 28 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum en hitti aðeins úr 8 af 29 skotum sínum. DEVIN. BOOKER.47 PTS8 REB10 AST70% FGSuns win Game 5 and advance to the Western Conference Semifinals #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/NqMHE1pSEX— NBA (@NBA) April 26, 2023 Phoenix Suns er líka komið áfram eftir 136-130 sigur á Los Angeles Clippers og þar með 4-1 sigur samanlagt. Devin Booker átti magnaðan leik en hann var með 47 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Kevin Durant skoraði 31 stig en saman hittu þeir félagar úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum. Booker var með 25 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. Norman Powell skoraði 27 stig fyrir Clippers liðið en Russell Westbrook (14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum í leiknum. Clippers vann fyrsta leikinn í einvíginu en tapaði síðan næstu fjórum. Kawhi Leonard spilaði bara fyrstu tvo leikina en meiddist svo á hné. Denver Nuggets og Phoenix Suns mætast í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvíginu á móti Boston Celtics með mögnuðum endaspretti en Hawks minnkaði muninn í 3-2 með 119-117 sigri í Boston. Celtics var þrettán stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta. Trae Young sá nánast einn til þess að það verður annar leikur í einvíginu því hann skoraði fjórtán síðustu stig Atlanta Hawks liðsins í leiknum þar á meðal þriggja stiga sigurkörfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir. Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 35 stig fyrir Boston en Jayson Tatum var með 19 stig. Tatum hitti aðeins úr 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum en var með 8 fráköst og 8 stoðsendingar. KD balled out as the Suns won Game 5 31 PTS, 6 REB, 4 ASTPHX advances to the Western Conference Semifinals.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/HNHsEjklQv— NBA (@NBA) April 26, 2023
NBA Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Fleiri fréttir „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Sjá meira