Hopp fer í leigubílarekstur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2023 13:01 Eyþór Máni, framkvæmdastjóri Hopp, og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubílar. Aðsend Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. „Í kjölfar lagabreytinganna sem voru kynntar núna í lok síðasta árs og byrjun þessa ákváðum við að fara í það verkefni að gerast leigubílaþjónusta til að mæta inn á þennan nýja og samkeppnishæfa markað, bjóða leigubílstjórum upp á bætta hugbúnaðarupplifun og auka aðgengi notendanna að þjónustunni,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Með þessari nýjung telji hann að fleiri muni nýta sér leigubílaþjónustu. Leigubílaþjónusta Hopp verði meira í takt við það sem þekkist hjá fyrirtækjum erlendis, eins og Uber. Fólk geti þannig séð nálæga bíla í appinu, deilt leigubíl með fleirum og svo framvegis. Þá verði hugbúnaðurinn sem notast verður við heilbrigður fyrir markaðinn. „Með því að bjóða verð fyrirfram, með því að segja hvaða aðili er að keyra hvern og vita það á hverjum tíma. Með því að bjóða stjörnugjöf í lok ferðar bæði fyrir farþega og bílstjóra getur öllum liðið betur og öll tekið leigubíl oftar,“ segir Eyþór. Leigubílstjórar hafa lýst yfir áhyggjum af tilkomu fyrirtækja eins og Uber en Eyþór segir þær áhyggjur ekki eiga við Hopp. „Við erum bókstaflega ekki Uber. Það er strax hægt að slá það út af borðinu en það er auðvitað möguleiki að slíkt fyrirtæki komi inn á markaðinn. Heilbrigð samkeppni á markaðnum er eitthvað sem við fögnum klárlega.“ Í dag opnar fyrir leigubílstjóra að skrá sig hjá Hopp og þegar nógu margir hafa skráð sig verði opnað fyrir neytendur. „Það verður örugglega aðeins seinna í vor.“ Notast verður við Hopp-appið, sem þegar er í notkun fyrir deilibíla og rafhlaupahjól. Þannig geta notendur séð þá bíla sem eru næstir. „Fyrir farþega verður þetta ein og sama þjónustan. Markmiðið er að verða A-B farveitan þannig að þú opnar appið til að fara í þitt ferðalag sama hvernig það er. Við erum þannig að gera bíllausan lífstíl aðgengilegri fyrir hvern sem er. Bíllaus lífstíll þýðir fleiri ferðir fyrir leigubílstjóra.“ Leigubílar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16. desember 2022 16:37 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
„Í kjölfar lagabreytinganna sem voru kynntar núna í lok síðasta árs og byrjun þessa ákváðum við að fara í það verkefni að gerast leigubílaþjónusta til að mæta inn á þennan nýja og samkeppnishæfa markað, bjóða leigubílstjórum upp á bætta hugbúnaðarupplifun og auka aðgengi notendanna að þjónustunni,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Með þessari nýjung telji hann að fleiri muni nýta sér leigubílaþjónustu. Leigubílaþjónusta Hopp verði meira í takt við það sem þekkist hjá fyrirtækjum erlendis, eins og Uber. Fólk geti þannig séð nálæga bíla í appinu, deilt leigubíl með fleirum og svo framvegis. Þá verði hugbúnaðurinn sem notast verður við heilbrigður fyrir markaðinn. „Með því að bjóða verð fyrirfram, með því að segja hvaða aðili er að keyra hvern og vita það á hverjum tíma. Með því að bjóða stjörnugjöf í lok ferðar bæði fyrir farþega og bílstjóra getur öllum liðið betur og öll tekið leigubíl oftar,“ segir Eyþór. Leigubílstjórar hafa lýst yfir áhyggjum af tilkomu fyrirtækja eins og Uber en Eyþór segir þær áhyggjur ekki eiga við Hopp. „Við erum bókstaflega ekki Uber. Það er strax hægt að slá það út af borðinu en það er auðvitað möguleiki að slíkt fyrirtæki komi inn á markaðinn. Heilbrigð samkeppni á markaðnum er eitthvað sem við fögnum klárlega.“ Í dag opnar fyrir leigubílstjóra að skrá sig hjá Hopp og þegar nógu margir hafa skráð sig verði opnað fyrir neytendur. „Það verður örugglega aðeins seinna í vor.“ Notast verður við Hopp-appið, sem þegar er í notkun fyrir deilibíla og rafhlaupahjól. Þannig geta notendur séð þá bíla sem eru næstir. „Fyrir farþega verður þetta ein og sama þjónustan. Markmiðið er að verða A-B farveitan þannig að þú opnar appið til að fara í þitt ferðalag sama hvernig það er. Við erum þannig að gera bíllausan lífstíl aðgengilegri fyrir hvern sem er. Bíllaus lífstíll þýðir fleiri ferðir fyrir leigubílstjóra.“
Leigubílar Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16. desember 2022 16:37 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa. 16. desember 2022 16:37
Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43
Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. 5. nóvember 2022 12:19