Viðskipti erlent

ChatGPT bannað á Ítalíu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ítalir geta ekki lengur notað gervigreindarspjallmennið ChatGPT.
Ítalir geta ekki lengur notað gervigreindarspjallmennið ChatGPT. Getty/Nikolas Kokovlis

Yfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna gervigreind fyrirtækisins OpenAI, ChatGPT. Verður fyrirtækið rannsakað af yfirvöldum þar í landi áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. 

BBC greinir frá. Þar segir að Persónuvernd þar í landi hafi áhyggjur af því hvaða gögnum gervigreindin safnar frá notendum. Telur stofnunin að OpenAI hafi engan rétt á því að safna upplýsingum frá notendum til þess að þjálfa reiknirit sitt. 

Þá geti OpenAI á engan hátt staðfest að notendur séu orðnir átján ára líkt og skilmálar ChatGPT gera ráð fyrir. Ítalir eru þar með orðnir fyrsta vestræna þjóðin til þess að banna forritið. 

Fjallað hefur verið ýtarlega um OpenAI og ChatGPT hér á Vísi síðustu mánuði. Meðal annars það að íslenska máltæknifyrirtækið Máleind sé í samstarfi við OpenAI um þjálfun á nýju spjallvélmenni þeirra, GPT-4.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×