Óli Stef útilokar ekki Valssigur gegn Göppingen: „Getur allt gerst“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 18:43 Ólafur Stefánsson er mættur til Göppingen. Vísir/Stöð 2 Sport Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, sem er í dag aðstoðarþjálfari Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni, er mættur til Göppingen og verður á meðal áhorfenda er uppeldisfélag hans Valur mætir Göppingen í Evrópudeild karla í kvöld. Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45