Áfall fyrir Viggó eftir æðislegt tímabil Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2023 15:57 Viggó Kristjánsson þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla í læri. Getty/Hendrik Schmidt Viggó Kristjánsson spilar ekki meira fyrir Leipzig og íslenska landsliðið næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst í læri í leik gegn Erlangen í síðustu viku. Viggó hafði átt algjöran stórleik og skorað ellefu mörk í sigri gegn Rhein-Neckar Löwen, þáverandi toppliði þýsku 1. deildarinnar, þegar hann svo mætti Erlangen og meiddist síðasta fimmtudag. Leiktíðinni er þar með lokið hjá Viggó sem er þriðji markahæstur í bestu landsdeild heims með 135 mörk. Rúnar Sigtryggsson, sem gert hefur frábæra hluti sem þjálfari Leipzig eftir að hafa óvænt tekið við liðinu í nóvember, þarf því að spjara sig án Viggós síðustu mánuði tímabilsins. Viggó bætist á lista lykilmanna í liði Leipzig sem hafa meiðst, með Luca Witzke, Oskar Sunnefeldt, Mohamed El-Tayar, Marko Mamic og Lovro Jotic eins og rakið er á heimasíðu Leipzig, þar sem segir að aðeins Sunnefeldt hafi getað snúið aftur til keppni. Viggó mun missa af síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM, gegn Ísrael og Eistlandi eftir mánuð. „Ég var búinn undir þessi meiðsli áður en niðurstaðan úr myndatökunni kom því ég fann þetta strax í leiknum gegn Erlangen. Ég byrja endurhæfinguna strax eftir aðgerð og ég er mjög gíraður í að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er. Ég óska liðinu alls hins besta og vona að það klári tímabilið með sóma. Ég vona að við berjumst áfram um 6. sæti og ég er viss um að kollegi minn í minni stöðu, Sime Ivic, muni standa sig vel og fá góðan stuðning frá Finn Leun,“ sagði Viggó á heimasíðu Leipzig. Leipzig er sem stendur í 8. sæti með 24 stig eftir 23 leiki, fjórum stigum á eftir Hannover-Burgdorf sem er í 6. sæti en hefur leikið einum leik meira. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Selja bjór til minningar um Fidda Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki „Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Stjörnumenn sterkari á móti nágrönnunum Uppgjörið: FH - Fram 27-23 | Hefja titilvörnina á sigri Rut Arnfjörð: Þetta hafa verið krefjandi mánuðir Uppgjörið og viðtöl: Haukar - Selfoss 32-20 | Haukar kjöldrógu Selfoss Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel „Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ „Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Kristján fagnaði sigri í fyrsta leiknum með SAH Eyjamenn án tveggja leikmanna í kvöld vegna mistaka Uppgjörið: Valur - ÍBV 31-31 | Allt jafnt í opnunarleiknum Náðu ekki að fylgja eftir stórsigrinum í Evrópukeppninni um helgina Sjá meira
Viggó hafði átt algjöran stórleik og skorað ellefu mörk í sigri gegn Rhein-Neckar Löwen, þáverandi toppliði þýsku 1. deildarinnar, þegar hann svo mætti Erlangen og meiddist síðasta fimmtudag. Leiktíðinni er þar með lokið hjá Viggó sem er þriðji markahæstur í bestu landsdeild heims með 135 mörk. Rúnar Sigtryggsson, sem gert hefur frábæra hluti sem þjálfari Leipzig eftir að hafa óvænt tekið við liðinu í nóvember, þarf því að spjara sig án Viggós síðustu mánuði tímabilsins. Viggó bætist á lista lykilmanna í liði Leipzig sem hafa meiðst, með Luca Witzke, Oskar Sunnefeldt, Mohamed El-Tayar, Marko Mamic og Lovro Jotic eins og rakið er á heimasíðu Leipzig, þar sem segir að aðeins Sunnefeldt hafi getað snúið aftur til keppni. Viggó mun missa af síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM, gegn Ísrael og Eistlandi eftir mánuð. „Ég var búinn undir þessi meiðsli áður en niðurstaðan úr myndatökunni kom því ég fann þetta strax í leiknum gegn Erlangen. Ég byrja endurhæfinguna strax eftir aðgerð og ég er mjög gíraður í að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er. Ég óska liðinu alls hins besta og vona að það klári tímabilið með sóma. Ég vona að við berjumst áfram um 6. sæti og ég er viss um að kollegi minn í minni stöðu, Sime Ivic, muni standa sig vel og fá góðan stuðning frá Finn Leun,“ sagði Viggó á heimasíðu Leipzig. Leipzig er sem stendur í 8. sæti með 24 stig eftir 23 leiki, fjórum stigum á eftir Hannover-Burgdorf sem er í 6. sæti en hefur leikið einum leik meira.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Fótbolti Órætt tíst Ísaks vekur athygli Íslenski boltinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Handbolti Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Íslenski boltinn Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Sport Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Fótbolti Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Handbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport „Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Fótbolti Austurríkismaðurinn sem meiddi Ödegaard fullur iðrunar Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Fær ekki keppnisleyfi þar sem uppeldisbætur hafa ekki verið greiddar Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku Teitur Örn frábær og Gummersbach mætir FH Viggó og Andri Már öflugir í sigri Leipzig Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven og Orri Freyr fer vel af stað Valur líka í Evrópudeildina eftir háspennu í Króatíu Grótta stakk KA af í fyrsta leik Ómar og Gísli heitir en Elvar og Arnar flugu inn í Evrópudeildina Grótta hrelldi ÍBV í fyrsta leik en meistararnir fóru á flug Fram og ÍR með stórsigra í Olís-deildunum Arnór hafði betur gegn Guðmundi Ólafur ekki með FH næstu vikurnar Selja bjór til minningar um Fidda Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki „Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Stjörnumenn sterkari á móti nágrönnunum Uppgjörið: FH - Fram 27-23 | Hefja titilvörnina á sigri Rut Arnfjörð: Þetta hafa verið krefjandi mánuðir Uppgjörið og viðtöl: Haukar - Selfoss 32-20 | Haukar kjöldrógu Selfoss Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel „Fannst Eyjamennirnir bara furðugóðir“ „Fengu frítt að borða í hádeginu þannig þeir geta ekki kvartað“ Kristján fagnaði sigri í fyrsta leiknum með SAH Eyjamenn án tveggja leikmanna í kvöld vegna mistaka Uppgjörið: Valur - ÍBV 31-31 | Allt jafnt í opnunarleiknum Náðu ekki að fylgja eftir stórsigrinum í Evrópukeppninni um helgina Sjá meira