Lífið

K-pop stjarna biðst af­sökunar á bol með haka­krossi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Chaeyoung í bolnum umdeilda.
Chaeyoung í bolnum umdeilda. Instagram

Meðlimur K-pop hljómsveitarinnar Twice hefur beðist afsökunar á því að hafa birt mynd af sér í bol þar sem var mynd af hakakrossi. Þetta er í annað sinn sem hún sést í umdeildum klæðnaði á stuttum tíma en fyrr í vikunni var hún klædd í bol frá QAnon á tónleikum.

Söngkonan heitir Chaeyoung og er 23 ára gömul. Á umræddum bol var mynd af bassaleikaranum Sid Vicious og var hann klæddur í bol með hallandi hakakrossi. Myndina birti hún á Instagram-síðu sinni en þar er hún með 8,6 milljónir fylgjenda. 

Stuttu seinna eyddi hún myndinni og birti afsökunarbeiðni hennar í stað. Þar sagðist hún biðjast afsökunar á því að hafa ekki skoðað myndina almennilega áður en hún birti hana. 

„Ég vissi ekki hvað hallandi hakakrossinn á bolnum þýddi. Ég mun fylgjast betur með í framtíðinni og sjá til þess að svipað atvik muni aldrei aftur eiga sér stað,“ skrifaði Chaeyoung. 

Fyrr í vikunni söng hún á tónleikum í magabol þar sem mynd var af bandaríska fánanum inni í bókstafnum Q. Fyrir neðan myndina stóð „Where we go one, we go all,“ sem er eitt af slagorðum samsæriskenningahreyfingarinnar QAnon. 

Chaeyoung (til vinstri) í QAnon-bolnum.

Miðillinn The Guardian segir þetta alls ekki vera fyrsti hakakrossskanndallinn í K-pop heiminum. Til að mynda hafi hafi einn meðlimur BTS klæðst hatti í stíl SS-hersveitanna úr seinni heimsstyrjöldinni en á hattinum var einnig hakakross. Annar meðlimur sveitarinnar, sem er ein sú vinsælasta í heiminum, klæddist eitt sinn stuttermabol með mynd af sveppalaga kjarnorkusprengjuskýi. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.