Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Máni Snær Þorláksson skrifar 22. mars 2023 10:16 Play mun fljúga til Amsterdam í sumar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Fyrsta flug Play til Amsterdam verður 5. júní. Eftir það verður flogið allt að fimm sinnum í viku út október. Samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu verða áætlunarferðir þess til Amsterdam á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að það hafi verið forgangsmál flugfélagsins frá stofnun þess að fá lendingarleyfi á Schiphol flugvellinum. Það hafi þó verið erfitt að komast þar að á undanförnum árum. „Schiphol-flugvöllur er þriðji stærsti flugvöllur Evrópu og því ákaflega mikilvæg viðbót við leiðakerfi PLAY. Það er ekki hlaupið að því að fá lendingarleyfi á flugvellinum í dag. Þess vegna stukkum við til þegar okkur bauðst lendingarleyfi þar í sumar,” er haft eftir Birgi Jónsson, forstjóra PLAY, í tilkynningunni. Birgir vonast til þess að hægt verði að bjóða upp á áætlunarferðir til Amsterdam allt árið, þessi ákvörðun sé liður í að koma flugfélaginu i þá stöðu. „Markmiðið okkar í ár er að auka hlut hliðartekna verulega í okkar rekstri og með því að taka stefnuna til Amsterdam erum við að setja okkur í frábæra stöðu til að gera það með vöruflutningum.“ Aflýsa áætlun til Árósa Viðskiptavinir Play sem höfðu ætlað sér að fara til Árósa í sumar þurfa þó að leita annarra leiða til þess. Því flugfélagið mun aflýsa áætlun sinni til Árósa í Danmörku. „Þetta er miður þar sem sala á miðum til Árósa hafði gengið vel en vegna mikilvægis Schiphol-flugvallar fyrir áætlunarkerfi PLAY var þessi ákvörðun tekin. Farþegum sem áttu bókað flug með PLAY til og frá Árósum fá að sjálfsögðu bókun sína endurgreidda að fullu,“ segir í tilkynningunni. Play Fréttir af flugi Holland Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Fyrsta flug Play til Amsterdam verður 5. júní. Eftir það verður flogið allt að fimm sinnum í viku út október. Samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu verða áætlunarferðir þess til Amsterdam á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að það hafi verið forgangsmál flugfélagsins frá stofnun þess að fá lendingarleyfi á Schiphol flugvellinum. Það hafi þó verið erfitt að komast þar að á undanförnum árum. „Schiphol-flugvöllur er þriðji stærsti flugvöllur Evrópu og því ákaflega mikilvæg viðbót við leiðakerfi PLAY. Það er ekki hlaupið að því að fá lendingarleyfi á flugvellinum í dag. Þess vegna stukkum við til þegar okkur bauðst lendingarleyfi þar í sumar,” er haft eftir Birgi Jónsson, forstjóra PLAY, í tilkynningunni. Birgir vonast til þess að hægt verði að bjóða upp á áætlunarferðir til Amsterdam allt árið, þessi ákvörðun sé liður í að koma flugfélaginu i þá stöðu. „Markmiðið okkar í ár er að auka hlut hliðartekna verulega í okkar rekstri og með því að taka stefnuna til Amsterdam erum við að setja okkur í frábæra stöðu til að gera það með vöruflutningum.“ Aflýsa áætlun til Árósa Viðskiptavinir Play sem höfðu ætlað sér að fara til Árósa í sumar þurfa þó að leita annarra leiða til þess. Því flugfélagið mun aflýsa áætlun sinni til Árósa í Danmörku. „Þetta er miður þar sem sala á miðum til Árósa hafði gengið vel en vegna mikilvægis Schiphol-flugvallar fyrir áætlunarkerfi PLAY var þessi ákvörðun tekin. Farþegum sem áttu bókað flug með PLAY til og frá Árósum fá að sjálfsögðu bókun sína endurgreidda að fullu,“ segir í tilkynningunni.
Play Fréttir af flugi Holland Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira