Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Máni Snær Þorláksson skrifar 22. mars 2023 10:16 Play mun fljúga til Amsterdam í sumar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Fyrsta flug Play til Amsterdam verður 5. júní. Eftir það verður flogið allt að fimm sinnum í viku út október. Samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu verða áætlunarferðir þess til Amsterdam á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að það hafi verið forgangsmál flugfélagsins frá stofnun þess að fá lendingarleyfi á Schiphol flugvellinum. Það hafi þó verið erfitt að komast þar að á undanförnum árum. „Schiphol-flugvöllur er þriðji stærsti flugvöllur Evrópu og því ákaflega mikilvæg viðbót við leiðakerfi PLAY. Það er ekki hlaupið að því að fá lendingarleyfi á flugvellinum í dag. Þess vegna stukkum við til þegar okkur bauðst lendingarleyfi þar í sumar,” er haft eftir Birgi Jónsson, forstjóra PLAY, í tilkynningunni. Birgir vonast til þess að hægt verði að bjóða upp á áætlunarferðir til Amsterdam allt árið, þessi ákvörðun sé liður í að koma flugfélaginu i þá stöðu. „Markmiðið okkar í ár er að auka hlut hliðartekna verulega í okkar rekstri og með því að taka stefnuna til Amsterdam erum við að setja okkur í frábæra stöðu til að gera það með vöruflutningum.“ Aflýsa áætlun til Árósa Viðskiptavinir Play sem höfðu ætlað sér að fara til Árósa í sumar þurfa þó að leita annarra leiða til þess. Því flugfélagið mun aflýsa áætlun sinni til Árósa í Danmörku. „Þetta er miður þar sem sala á miðum til Árósa hafði gengið vel en vegna mikilvægis Schiphol-flugvallar fyrir áætlunarkerfi PLAY var þessi ákvörðun tekin. Farþegum sem áttu bókað flug með PLAY til og frá Árósum fá að sjálfsögðu bókun sína endurgreidda að fullu,“ segir í tilkynningunni. Play Fréttir af flugi Holland Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Fyrsta flug Play til Amsterdam verður 5. júní. Eftir það verður flogið allt að fimm sinnum í viku út október. Samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu verða áætlunarferðir þess til Amsterdam á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að það hafi verið forgangsmál flugfélagsins frá stofnun þess að fá lendingarleyfi á Schiphol flugvellinum. Það hafi þó verið erfitt að komast þar að á undanförnum árum. „Schiphol-flugvöllur er þriðji stærsti flugvöllur Evrópu og því ákaflega mikilvæg viðbót við leiðakerfi PLAY. Það er ekki hlaupið að því að fá lendingarleyfi á flugvellinum í dag. Þess vegna stukkum við til þegar okkur bauðst lendingarleyfi þar í sumar,” er haft eftir Birgi Jónsson, forstjóra PLAY, í tilkynningunni. Birgir vonast til þess að hægt verði að bjóða upp á áætlunarferðir til Amsterdam allt árið, þessi ákvörðun sé liður í að koma flugfélaginu i þá stöðu. „Markmiðið okkar í ár er að auka hlut hliðartekna verulega í okkar rekstri og með því að taka stefnuna til Amsterdam erum við að setja okkur í frábæra stöðu til að gera það með vöruflutningum.“ Aflýsa áætlun til Árósa Viðskiptavinir Play sem höfðu ætlað sér að fara til Árósa í sumar þurfa þó að leita annarra leiða til þess. Því flugfélagið mun aflýsa áætlun sinni til Árósa í Danmörku. „Þetta er miður þar sem sala á miðum til Árósa hafði gengið vel en vegna mikilvægis Schiphol-flugvallar fyrir áætlunarkerfi PLAY var þessi ákvörðun tekin. Farþegum sem áttu bókað flug með PLAY til og frá Árósum fá að sjálfsögðu bókun sína endurgreidda að fullu,“ segir í tilkynningunni.
Play Fréttir af flugi Holland Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira