Viðskipti innlent

Opna fjar­vinnu­að­stöðu í gamla Búnaðar­banka­húsinu í Stykkis­hólmi

Atli Ísleifsson skrifar
Innan úr gamla Búnaðarbankahúsinu í Stykkishólmi.
Innan úr gamla Búnaðarbankahúsinu í Stykkishólmi. Regus

Samningar hafa náðst um að Regus opni nýja fjarvinnuaðstöðu við Aðalgötu 10 í Stykkishólmi í næsta mánuði. Húsnæðið hýsti áður starfsemi Búnaðarbankans og síðar Arion banka, en hefur síðastliðið ár verið heimili frumkvöðlasetursins Árnasetur. 

Frá þessu segir í tilkynningu en þar kemur fram að auk ljósleiðaratengingar og góðrar kaffiaðstöðu verði boðið upp á sérskrifstofur, sameiginlega vinnuaðstöðu og fullbúinn fundarsal sem búinn verði öllum tækjabúnaði sem nauðsynlegur sé fyrir fjarvinnu og fjarfundi. 

Gamla Búnaðarbankahúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu.Regus

Um 24 manns geta starfað í húsnæðinu á sama tíma auk þess sem fleiri geta nýtt sér fundaraðstöðu í húsinu, en samningurinn er til fimmtán ára. 

Fram kemur að Regus reki skrifstofusetur á höfuðborgarsvæðinu, á Ísafirði og í Borgarnesi. Þá ætli Regus sér að opna fjögur ný útibú á þessu ári; tvö á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Siglufirði, auk þeirrar aðstöðu í Stykkishólmi sem opnar í apríl. Verða þá þrettán skrifstofusetur í rekstri Regus.

„Til ársins 2027 stefnir Regus á að vera komin með 27 staðsetningar á Íslandi svo fólk og fyrirtæki geti unnið hvar sem þegar því hentar óháð staðsetningu. 

Regus er stærsti aðili sinnar tegundar í heiminum og er leiðandi þegar kemur að því að bjóða uppá tilbúnar og sveigjanlegar skrifstofulausnir hvar og hvenær sem er í yfir 127 löndum, 900 borgum á yfir 6.000 stöðum ásamt því að bjóða öllum sínum aðilum aðgang að 850 betri stofur flugvalla,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×