Handbolti

Skoraði tuttugu mörk í bikar­úr­slita­­leik: Allir bikar­meistarar helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar unnu flesta bikarmeistaratitla um helgina eða fjóra. Hér fagna strákarnir í 5. flokki karla yngri sigri sínum.
FH-ingar unnu flesta bikarmeistaratitla um helgina eða fjóra. Hér fagna strákarnir í 5. flokki karla yngri sigri sínum. Instagram/@hsi_iceland

Sex félög eignuðust bikarmeistara í yngri flokkum handboltans í Laugardalshöllinni um helgina en þá fóru ekki bara fram úrslitaleikir meistaraflokkanna.

Karlalið Aftureldingar og kvennalið ÍBV unnu Powerade bikarinn í meistaraflokki en hjá þeim yngri var FH sigursælasta félagið með fjóra bikarmeistaratitla.

FH er greinilega að koma upp með sterka árganga í karlahandboltanum og einhverjir þeirra stráka voru að vinna fleiri en einn bikarmeistaratitil um helgina.

Fjögur félög eignuðust tvo bikarmeistaratitla en það voru Fram, Haukar, Valur og HK.

Frammistaða helgarinnar var þó líklegast hjá Framaranum Viktori Bjarka Daðasyni sem skoraði tuttugu mörk þegar Fram vann 39-30 sigur á Haukum í bikarúrslitaleik 4. flokki karla yngri.

Hér fyrir neðan má sjá alla bikarmeistara helgarinnar.

  • Bikarmeistarar yngri flokka handboltans 2023:
  • 6. flokkur kvenna yngri - FH
  • 6. flokkur kvenna eldri - Selfoss
  • 5. flokkur kvenna yngri - HK
  • 5. flokkur kvenna eldri - Valur
  • 4. flokkur kvenna - Valur
  • 3. flokkur kvenna - HK
  • 6. flokkur karla yngri - Haukar
  • 6. flokkur karla eldri - FH
  • 5. flokkur karla yngri - FH
  • 5. flokkur karla eldri - FH
  • 4. flokkur karla yngri - Fram
  • 4. flokkur karla eldri - Haukar
  • 3. flokkur karla - Fram
  • Samantekt:

  • FH 4 bikarmeistaratitlar
  • Fram 2 bikarmeistaratitlar
  • Haukar 2 bikarmeistaratitlar
  • Valur 2 bikarmeistaratitlar
  • HK 2 bikarmeistaratitlar
  • Selfoss 1 bikarmeistaratitill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×