Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2023 02:24 Svona verða gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Vegagerðin Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. Í frétt á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í verkinu felist nýbygging Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi. Arnarnesvegur um Vatnsendahæð.Vegagerðin Ennfremur tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræðar II. Einnig verður unnið við hljóðdeyfigarða og hljóðveggi, regnvatnslagnir, snjóbræðslulagnir, settjörn, regnbeð, götulýsing og lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar. Hér sést veglínan.Vegagerðin Fram kemur að eftirfarandi mannvirki verði byggð: • Akstursbrú yfir Breiðholtsbraut með aðskildum göngu- og hjólastíg.• Göngu- og hjólabrú yfir Arnarnesveg sem tengir stofnstíga milli Reykjavíkur og Kópavogs.• Undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel.• Undirgöng undir Arnarnesveg við Rjúpnaveg.• Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar.• Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Vatnsendavegar.• Stofnstígur gangandi og hjólandi frá Rjúpnavegi yfir í Elliðaárdal.• Göngu- og hjólabrú á Dimmu. Fyrirhuguð gatnamót við Breiðholtsbraut.Vegagerðin Vegagerðin segir markmiðið með framkvæmdinni að auka umferðaröryggi vegfarenda og stytta ferðatíma, auk þess að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg en í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar, búa hátt í 15.000 manns. Þá muni vegkaflinn bæta viðbragðstíma fyrir neyðaraðila í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur til muna. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna, Veitna og Mílu. Verkið er fjármagnað af Samgöngusáttmálanum, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markmiðið er m.a. að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Á vef Vegagerðarinnar má myndband af verkinu. Vegagerð Samgöngur Borgarlína Umferðaröryggi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Fallið frá hugmyndum um mislæg gatnamót Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér. 14. október 2020 14:21 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Í frétt á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í verkinu felist nýbygging Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi. Arnarnesvegur um Vatnsendahæð.Vegagerðin Ennfremur tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræðar II. Einnig verður unnið við hljóðdeyfigarða og hljóðveggi, regnvatnslagnir, snjóbræðslulagnir, settjörn, regnbeð, götulýsing og lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar. Hér sést veglínan.Vegagerðin Fram kemur að eftirfarandi mannvirki verði byggð: • Akstursbrú yfir Breiðholtsbraut með aðskildum göngu- og hjólastíg.• Göngu- og hjólabrú yfir Arnarnesveg sem tengir stofnstíga milli Reykjavíkur og Kópavogs.• Undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel.• Undirgöng undir Arnarnesveg við Rjúpnaveg.• Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar.• Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Vatnsendavegar.• Stofnstígur gangandi og hjólandi frá Rjúpnavegi yfir í Elliðaárdal.• Göngu- og hjólabrú á Dimmu. Fyrirhuguð gatnamót við Breiðholtsbraut.Vegagerðin Vegagerðin segir markmiðið með framkvæmdinni að auka umferðaröryggi vegfarenda og stytta ferðatíma, auk þess að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg en í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar, búa hátt í 15.000 manns. Þá muni vegkaflinn bæta viðbragðstíma fyrir neyðaraðila í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur til muna. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna, Veitna og Mílu. Verkið er fjármagnað af Samgöngusáttmálanum, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markmiðið er m.a. að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Á vef Vegagerðarinnar má myndband af verkinu.
Vegagerð Samgöngur Borgarlína Umferðaröryggi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Fallið frá hugmyndum um mislæg gatnamót Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér. 14. október 2020 14:21 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22
Fallið frá hugmyndum um mislæg gatnamót Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér. 14. október 2020 14:21