Verðmetur Reginn 66 prósentum yfir markaðsverði

Jakobsson Capital verðmetur fasteignafélagið Reginn 66 prósentum yfir markaðsverði. Erlend fasteignafélög hafa hækkað nokkuð það sem af er ári. „Íslensku fasteignafélögin hafa hins vegar fátt annað gert en að lækka í verði það sem af er ári,“ segir í verðmati. „Verðtryggt greiðsluflæði og stöðugleiki ætti að heilla fjárfesta öllum stundum en sérstaklega nú á tímum verðbólgu og óvissu.“
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.