„Mikill léttir eftir erfiða daga“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2023 18:21 Gunnar Magnússon fagnar sigrinum á Tékklandi. vísir/hulda margrét Gunnari Magnússon, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, var létt eftir sigurinn á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar svöruðu þarna fyrir tapið neyðarlega fyrir Tékkum, 22-17, á miðvikudaginn. „Vörnin var frábær og við náðum að keyra meira en síðast. Uppstilltur sóknarleikur var líka frábær. Ég er ánægður með þetta allt saman,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Viktor Gísli Hallgrímsson kom inn á í íslenska markið eftir stundarfjórðung og varði frábærlega, alls sautján skot, eða 61 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Við ræddum það fyrir leik hvort við ættum að láta hann byrja því okkur fannst skotin í fyrri leiknum henta honum mjög vel. En Björgvin var frábær síðast þannig við gátum ekki tekið ákvörðunina strax. En við hikuðum ekki við að setja hann inn á. Hann kom sterkur inn og það er auðvitað munur að fá svona markvörslu,“ sagði Gunnar. Hann var ánægður með hvernig íslenska liðið hélt einbeitingu gegn hægum og þunglamalegum sóknarleik Tékka. „Jú, við vorum líka með færri tæknimistök en síðast. Við vissum að við fengjum ekkert alltof margar sóknir. Þeir spila það lengi. Við héldum einbeitingu í vörn og sókn,“ sagði Gunnar. En hvernig líður honum núna, eftir sveiflur síðustu daga? „Ég skal bara viðurkenna það, þetta er mikill léttir eftir erfiða daga. Við vorum einbeittir á að snúa þessu við og höfðum trú á þessu allan tímann. Miðvikudagurinn var svo mikil vonbrigði og það var erfitt að fara í gegnum þann leik. Engu að síður er ég ánægður með okkur alla að hafa snúið þessu við og komið með sterkan leik í dag,“ svaraði Gunnar. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Vörnin var frábær og við náðum að keyra meira en síðast. Uppstilltur sóknarleikur var líka frábær. Ég er ánægður með þetta allt saman,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Viktor Gísli Hallgrímsson kom inn á í íslenska markið eftir stundarfjórðung og varði frábærlega, alls sautján skot, eða 61 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Við ræddum það fyrir leik hvort við ættum að láta hann byrja því okkur fannst skotin í fyrri leiknum henta honum mjög vel. En Björgvin var frábær síðast þannig við gátum ekki tekið ákvörðunina strax. En við hikuðum ekki við að setja hann inn á. Hann kom sterkur inn og það er auðvitað munur að fá svona markvörslu,“ sagði Gunnar. Hann var ánægður með hvernig íslenska liðið hélt einbeitingu gegn hægum og þunglamalegum sóknarleik Tékka. „Jú, við vorum líka með færri tæknimistök en síðast. Við vissum að við fengjum ekkert alltof margar sóknir. Þeir spila það lengi. Við héldum einbeitingu í vörn og sókn,“ sagði Gunnar. En hvernig líður honum núna, eftir sveiflur síðustu daga? „Ég skal bara viðurkenna það, þetta er mikill léttir eftir erfiða daga. Við vorum einbeittir á að snúa þessu við og höfðum trú á þessu allan tímann. Miðvikudagurinn var svo mikil vonbrigði og það var erfitt að fara í gegnum þann leik. Engu að síður er ég ánægður með okkur alla að hafa snúið þessu við og komið með sterkan leik í dag,“ svaraði Gunnar.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira