Nýtur sín vel í hröðum leikstíl Finnanna og segir samskiptin að mestu vera á sænsku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2023 10:01 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram og finnska landsliðsins. vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, var að vonum ánægður eftir fyrsta keppnisleikinn með finnska landsliðinu. Finnar unnu þá Slóvaka, 30-27, í undankeppni EM 2024. Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum. EM 2024 í handbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Þorsteinn Gauti var valinn í finnska handboltalandsliðið í vetur. Hann er gjaldgengur með því í gegnum ömmu sína sem var finnsk. Þorsteinn Gauti lék með Finnum á æfingamóti í Lettlandi í janúar en fyrsti keppnisleikurinn var gegn Slóvakíu í fyrradag. Hann skoraði tvö mörk í leiknum. „Ég fór út á mánudaginn og hitti liðið á þriðjudagsmorgunn. Við vorum í æfingabúðum rétt fyrir utan Helsinki. Það voru stífar æfingar og fundir og flottur undirbúningur. Það var skrítið að hitta nokkra í liðinu í fyrsta skipti,“ sagði Þorsteinn Gauti í samtali við Vísi í gær. „Leikurinn spilaðist vel. Ég renndi svolítið blint í sjóinn en það var skemmtilegt að vinna.“ Þorsteinn Gauti tók drjúgan þátt í leiknum á fimmtudaginn. „Ég kom inn á eftir korter og spilaði út fyrri hálfleikinn og svo kom ég aðeins inn á í lokin. Þetta gekk bara vel og ég get gengið sáttur frá leiknum. Þeir eru með flotta stráka í vinstri skyttunni sem ég er vanur að spila. Það eru tveir tveggja metra gæjar, alvöru lurkar. En ég kom aðeins inn á miðjuna líka. Þeir eru frekar þunnskipaðir, eru með gott byrjunarlið en ekki mikið á bekknum og eru í uppbyggingarfasa. Það eru líka ungir strákar þarna.“ Þorsteinn Gauti segist passa vell inn í leikstíl finnska landsliðsins. „Þeir vilja spila þokkalega hratt og keyra upp þannig að þetta er ekkert svo ósvipað því sem maður er vanur.“ Eftir sigurinn á Slóvökum eru Finnar með tvö stig í riðli 2 í undankeppni EM 2024. Efstu tvö liðin í riðlunum átta komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þegar hann er reiknaður saman eru úrslitin gegn liðunum í 4. sæti riðlanna samt ekki tekin með. Finnland og Slóvakía eigast aftur við á morgun og með hagstæðum úrslitum þar verða Þorsteinn Gauti og félagar enn í baráttunni um sæti á EM fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Þeir eru gegn Serbíu og Noregi. „Ef við vinnum á sunnudaginn erum við búnir að tryggja okkur 3. sætið og þá er eitthvað opið fyrir síðustu leikina,“ sagði Þorsteinn Gauti. Slóvakar hafa komist á nokkur stórmót undanfarin ár svo sigur Finna í fyrradag var nokkuð óvæntur. Þorsteinn Gauti segir samt að finnska liðið hafi haft trú á því að það gæti unnið Slóvakíu. „Þeir eru búnir að vera í uppbyggingarfasa og töluðu um að núna væri augnablikið til að taka skref fram á við, vinna sterkara lið en þeir hafa unnið áður, öflugt upp á framhaldið og sýna að liðið sé á leið eitthvað,“ sagði Þorsteinn Gauti. Þjálfari Finnlands er Svíinn Ola Lindgren og Þorsteinn Gauti segir að samskiptin í landsliðinu séu að mestu á sænsku. „Þeir tala allir sænsku. Ola talar við þá á sænsku og svo tala þeir ensku við mig. Inni á vellinum tala þeir bara sænsku sem er fínt. Það er auðveldara að átta sig á hvað er í gangi. Það var margt líkt með sænsku og íslensku,“ sagði Þorsteinn Gauti að lokum.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira