Innherji

Eyrir Invest tapaði yfir 80 milljörðum eftir mikið verð­fall á bréfum Marels

Hörður Ægisson skrifar
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, og Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrist Invest. Samanlagt fara þeir feðgarnir með um 39 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu sem er stærsti hluthafi Marels með tæplega fjórðungshlut.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, og Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrist Invest. Samanlagt fara þeir feðgarnir með um 39 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu sem er stærsti hluthafi Marels með tæplega fjórðungshlut.

Mikil umskipti urðu á afkomu Eyris Invest á árinu 2022 samtímis verulegri lækkun á hlutabréfaverði Marels, langsamlega stærstu eign fjárfestingafélagsins, og nam tapið samtals um 83 milljörðum króna. Til að tryggja fjárhagsstöðuna þurfti félagið að ráðast í endurfjármögnun á skuldum sínum undir lok síðasta árs en virkir vextir á breytanlegu láni sem Eyrir fékk frá erlendum sjóðum eru 17,4 prósent.


Tengdar fréttir

Stóru sjóðirnir stækkuðu stöðu sína í Marel fyrir á annan tug milljarða

Stærstu íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum Gildi, juku nokkuð við hlutabréfastöðu sína í Marel á árinu 2022 samhliða því að hlutabréfaverð félagsins gaf mikið þegar það þurfti að glíma við brostnar aðfangakeðjur og hækkandi afurðaverð sem kom mikið niður á afkomu þess. Staðan hefur núna snúist við og útlit fyrir að Marel nái rekstrarmarkmiðum sínum fyrr en áður var talið en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 22 prósent frá áramótum.

Selt í Marel fyrir á annan tug milljarða á örfáum mánuðum

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var um skeið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels, hefur á nokkrum mánuðum selt liðlega þriðjung allra bréfa sinna í íslenska félaginu. Stórfelld sala sjóða í stýringu Capital hefur átt sinn þátt í því að drífa áfram miklar lækkanir á hlutabréfaverði Marels.

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest með um 130 milljarða í eigið fé

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, sem er meðal annars stærsti hluthafi Marels með tæplega fjórðungshlut, hagnaðist um rúmlega 162 milljónir evra, jafnvirði 23 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag, á árinu 2021. Jókst hagnaður félagsins um 71 milljón evra á milli ára.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.