Viðskipti innlent

Sæ­strengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjar­skipta­öryggi tí­faldað

Atli Ísleifsson skrifar
Sæstrengurinn Íris milli Þorlákshafnar og Galway á Írlandi.
Sæstrengurinn Íris milli Þorlákshafnar og Galway á Írlandi. Farice

ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt.

Í tilkynningu frá Farice kemur fram að verkefninu hafi lokið á tíma- og kostnaðaráætlun.

„Um umfangsmikið verkefni var að ræða sem hefur verið í þróun síðustu fjögur árin. Verkefnið hófst með undirbúningsvinnu í upphafi árs 2019 þar sem fýsilegir lendingastaðir og leið á sjávarbotni var valin. Sjávarbotnsrannsóknir fóru fram 2020 til 2021 og var fjarskiptastrengurinn var framleiddur á árunum 2021 til 2022. 

Lagning strengsins hófst síðasta vor með lendingu strengsins í Þorlákshöfn mánudaginn 23. maí og lauk henni á áætlun í byrjun ágúst með tengingu inn í Galway á Írlandi. Prófanir framleiðanda á strengnum fóru fram síðasta haust og var hann afhentur til Farice við athöfn á Írlandi 11. nóvember. 

Síðan þá hafa tæknimenn Farice unnið að innleiðingu strengsins með tengingum í netkerfi félagsins og við viðskiptavini þess. Þeirri vinnu lauk nú um mánaðarmótin og er því strengurinn kominn í notkun,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Lagning nýs sæstrengs frá Þorlákshöfn til Írlands hafin

Áhöfn kapalskips bandaríska strengjaframleiðandans SubCom hóf í gær lagningu nýja fjarskiptastrengsins ÍRIS frá Hafnarvík við Þorlákshöfn til Galway á Írlandi. Sæstrengurinn er um 1.800 kílómetra langur og mun stórauka fjarskiptaöryggi Íslands við Breltand og meginland Evrópu.  





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×