Viðskipti innlent

Lagning nýs sæstrengs frá Þorlákshöfn til Írlands hafin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Forsætisráðherra, ráðherrar innviða og fjarskipta og fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss, SubCom og annarra fyrirtækja og samtaka voru viðstödd kynningu um ÍRISI á Þorlákshöfn í gær.
Forsætisráðherra, ráðherrar innviða og fjarskipta og fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss, SubCom og annarra fyrirtækja og samtaka voru viðstödd kynningu um ÍRISI á Þorlákshöfn í gær. FARICE

Áhöfn kapalskips bandaríska strengjaframleiðandans SubCom hóf í gær lagningu nýja fjarskiptastrengsins ÍRIS frá Hafnarvík við Þorlákshöfn til Galway á Írlandi. Sæstrengurinn er um 1.800 kílómetra langur og mun stórauka fjarskiptaöryggi Íslands við Breltand og meginland Evrópu.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Farice, sem á og rekur sæstrengi milli íslands og Evrópu. Fram kemur í tilkynningunni að ÍRIS sé búinn sex ljósleiðarapörum og muni hafa flutningsgetu upp á 132 Tb/s. Með ÍRISi aukist fjarskiptaöryggi Ísland tífalt með því að fara úr tveimur strengjum í þrjá. 

Þeir strengir sem þegar liggja milli íslands og meginlandsins eru Farice-1, sem lagður var árið 2003 og liggur milli Seyðisfjarðar og Skotland með aukagrein til Færeyja, og Danice, sem lagður var árið 2009 og liggur frá vesturströnd Jótlands til suðurstrandar Íslands í Landeyjum. 

Fram kemur í tilkynningunni að markmið Farice sé að framvegis verði ávallt þrír virkir strengir í rekstri sem tengi Ísland við Evrópu til að tryggja fullnægjandi fjarskipti í samræmi við þarfir og kröfur samfélagsins og fjarskiptastefnu sem samþykkt var af Alþingi sumarið 2019. 

„Farice hefur unnið að undirbúningi lagningar ÍRISAR frá árinu 2019 þar sem öryggi ásamt hagkvæmni í leiðavali og vali á lendingarstöðum var haft í fyrirrúmi. Lending strengsins í Hafnarvík varð fyrir valinu þar sem náttúrulegar aðstæður eru góðar til lendingar á sæstreng, lendingin er nærri fjölbreyttum ljósleiðaratengingum og stutt er til mikilværa nettengistaða á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. 

Þar segir jafnframt að mikilvægt sé, með tilliti til öryggis- og dreifingaráhættu að strengirnir þrír séu í góðri fjarlægð hver frá öðrum. 

Þá sé hönnunarmarkmið með ÍRISI að strengurinn verði plægður 1,5 metra niður undir yfirborð sjávarbotnsins, lls staðar þar sem dýpi er 1.500 metrar eða minna en dýpst fari strengurinn á um 2.400 metra dýpi. 

Eftir að lagningu strengjarins ljúki síðar í sumar hefjist prófanir á kerfinu sem muni standa fram eftir hausti. Gert er ráð fyrir að ÍRIS verði formlega tekin í notkun í árslok eða við upphaf næsta árs. 


Tengdar fréttir

Sæstrengur það eina sem gæti leyst álver af hólmi

Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.