Viðskipti innlent

Samúel Torfi og Sigrún Inga til Kadeco

Atli Ísleifsson skrifar
Samúel Torfi Pétursson og Sigrún Inga Ævarsdóttir.
Samúel Torfi Pétursson og Sigrún Inga Ævarsdóttir. Kadeco

Sigrún Inga Ævarsdóttir hefur verið ráðin til að stýra viðskipta- og markaðsmálum hjá Kadeco og Samúel Torfi Pétursson í stöðu þróunarstjóra.

Í tilkynningu frá Kadeco segir að þau hafi þegar hafið störf.

„Sigrún Inga stýrir viðskipta- og markaðsmálum hjá Kadeco. Hún kemur frá Isavia þar sem hún starfaði sem deildarstjóri samgöngu- og fasteignatekna á Keflavíkurflugvelli og þar áður sem lögfræðingur viðskiptasviðs og sérfræðingur í viðskiptaþróun. Sigrún er með BA og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og situr í núverandi stjórnum Awarego og Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi.

Samúel Torfi hefur u.þ.b. 20 ára reynslu af fjölbreyttum verkefnum á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Hann er nýr þróunarstjóri Kadeco en starfaði áður sem ráðgjafi á umhverfis- og skipulagssviði hjá VSÓ ráðgjöf. Samúel hefur sömuleiðis starfað við fasteignaþróun hjá Klasa og hjá Þyrpingu og við verkfræðiráðgjöf í skipulagi og samgöngum hjá Ramböll í Danmörku og hjá Línuhönnun, nú Eflu. Samúel er með M.Sc. í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. 

Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, hefur það að meginmarkmiði að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×