Valsmenn gætu bókað flug til Sviss, Frakklands eða Þýskalands í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 14:32 Valsmenn töpuðu með þriggja marka mun gegn Ystad á Hlíðarenda og þurfa að vinna þann mun upp í dag til að ná 2. sæti síns riðils, sem yrði magnaður árangur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valsmenn ljúka í dag leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Ljóst er að þeir komast áfram í 16-liða úrslitin en úrslitin í dag ráða því hvaða mótherjar mæta á Hlíðarenda í 16-liða úrslitunum. Valur sækir sænska liðið Ystad heim og er leikurinn í beinni útsendingu klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport. Valsmenn eru fyrir leiki dagsins í 3. sæti síns riðils, og eitt af fjórum liðum sem komast upp úr riðlinum. Þeir þurfa að vinna Ystad með að lágmarki 3-4 marka mun til að ná 2. sætinu af sænska liðinu, eftir að hafa tapað 32-29 fyrir Ystad í desember. Ef að Valsmenn ná ekki að landa sigri er mögulegt að þeir missi ungverska liðið FTC upp fyrir sig og fari niður í 4. sæti, en aldrei neðar. Og þetta getur aðeins gerst ef að FTC vinnur topplið Flensburg í kvöld. Sextán liða úrslitin verða spiluð 21. og 28. mars, og mun Valur spila þar við lið úr A-riðli. Þrjú lið koma þar til greina. Valsmenn mæta liði úr A-riðli í 16-liða úrslitum. Ef þeir enda í 4. sæti mæta þeir efsta liði A-riðils, ef þeir enda í 3. sæti mæta þeir liðinu úr 2. sæti A-riðils, og nái þeir 2. sæti er ljóst að þeir myndu mæta Kadetten Schaffhausen.Wikipedia Ef að Valur nær 2. sæti mætir liðið svissnesku meisturunum í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar og með hornamanninn funheita Óðin Þór Ríkharðsson innanborðs. Ef að Valur endar í 3. eða 4. sæti verður andstæðingurinn franska liðið Montpellier eða þýska liðið Göppingen. Líklegast er að Montpellier endi í 1. sæti A-riðils, og mæti 4. sæti B-riðils, en Göppingen getur stolið efsta sæti A-riðils með níu marka sigri gegn Montpellier á heimavelli í kvöld. Eins og staðan er núna eru því mestar líkur á að Valur mæti Göppingen í 16-liða úrslitum en bæði Valsmenn og leikmenn Göppingen gætu breytt því í kvöld. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Valur sækir sænska liðið Ystad heim og er leikurinn í beinni útsendingu klukkan 17:45 á Stöð 2 Sport. Valsmenn eru fyrir leiki dagsins í 3. sæti síns riðils, og eitt af fjórum liðum sem komast upp úr riðlinum. Þeir þurfa að vinna Ystad með að lágmarki 3-4 marka mun til að ná 2. sætinu af sænska liðinu, eftir að hafa tapað 32-29 fyrir Ystad í desember. Ef að Valsmenn ná ekki að landa sigri er mögulegt að þeir missi ungverska liðið FTC upp fyrir sig og fari niður í 4. sæti, en aldrei neðar. Og þetta getur aðeins gerst ef að FTC vinnur topplið Flensburg í kvöld. Sextán liða úrslitin verða spiluð 21. og 28. mars, og mun Valur spila þar við lið úr A-riðli. Þrjú lið koma þar til greina. Valsmenn mæta liði úr A-riðli í 16-liða úrslitum. Ef þeir enda í 4. sæti mæta þeir efsta liði A-riðils, ef þeir enda í 3. sæti mæta þeir liðinu úr 2. sæti A-riðils, og nái þeir 2. sæti er ljóst að þeir myndu mæta Kadetten Schaffhausen.Wikipedia Ef að Valur nær 2. sæti mætir liðið svissnesku meisturunum í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar og með hornamanninn funheita Óðin Þór Ríkharðsson innanborðs. Ef að Valur endar í 3. eða 4. sæti verður andstæðingurinn franska liðið Montpellier eða þýska liðið Göppingen. Líklegast er að Montpellier endi í 1. sæti A-riðils, og mæti 4. sæti B-riðils, en Göppingen getur stolið efsta sæti A-riðils með níu marka sigri gegn Montpellier á heimavelli í kvöld. Eins og staðan er núna eru því mestar líkur á að Valur mæti Göppingen í 16-liða úrslitum en bæði Valsmenn og leikmenn Göppingen gætu breytt því í kvöld.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni