Hetja helgarinnar: Gaf litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2023 12:31 Caitlin Clark fagnar sigurkörfu sinni um helgina og eins og sjá má varð allt vitlaust í stúkunni í höllinni í Iowa City. AP/Charlie Neibergall Körfuboltakonan Caitlin Clark er stórstjarna í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún stóð heldur betur undir nafni um helgina. Clark skoraði þá ótrúlega þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins sem tryggði liði hennar frá Iowa háskólanum sigur á Indiana Hoosiers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Indiana Hoosiers er í öðru sæti á styrkleikalistanum í háskólaboltanum og þetta var því risastór sigur fyrir Iowa liðið fyrir framan troðfulla fimmtán þúsund manna höll. Caitlin Clark er svakalega skytta sem hún hefur margoft sýnt en í þessum leik var hún með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Það eru samt allir að tala um sigurkörfuna. Iowa hafði aðeins nokkrar sekúndur til að búa eitthvað til og það vissu allir í húsinu að Clark væri að fara að fá boltann. Henni tókst engu að síður að losa sig og ná upp skotinu úr erfiðri stöðu. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni því eins og hjá alvöru hetjum þá fór skotið í körfuna. Clark fagnaði skiljanlega gríðarlega og þakið sprakk af húsinu. „Ég hef skorað nokkrar flautukörfur á ferlinum en enga eins og þessa og í þessum kringumstæðum. Þessi er pottþétt númer eitt,“ sagði Caitlin Clark eftir leikinn. „Þú veist að ég vil gera allt til að kvennakarfan vaxi og dafni og ég er ánægð með það að gefa litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir. Þegar ég var yngri þá var ég að gera það saman fyrir framan sjónvarpið mitt,“ sagði Clark. Það má sjá körfuna og fagnaðarlætin hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Clark skoraði þá ótrúlega þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins sem tryggði liði hennar frá Iowa háskólanum sigur á Indiana Hoosiers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Indiana Hoosiers er í öðru sæti á styrkleikalistanum í háskólaboltanum og þetta var því risastór sigur fyrir Iowa liðið fyrir framan troðfulla fimmtán þúsund manna höll. Caitlin Clark er svakalega skytta sem hún hefur margoft sýnt en í þessum leik var hún með 34 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Það eru samt allir að tala um sigurkörfuna. Iowa hafði aðeins nokkrar sekúndur til að búa eitthvað til og það vissu allir í húsinu að Clark væri að fara að fá boltann. Henni tókst engu að síður að losa sig og ná upp skotinu úr erfiðri stöðu. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni því eins og hjá alvöru hetjum þá fór skotið í körfuna. Clark fagnaði skiljanlega gríðarlega og þakið sprakk af húsinu. „Ég hef skorað nokkrar flautukörfur á ferlinum en enga eins og þessa og í þessum kringumstæðum. Þessi er pottþétt númer eitt,“ sagði Caitlin Clark eftir leikinn. „Þú veist að ég vil gera allt til að kvennakarfan vaxi og dafni og ég er ánægð með það að gefa litlu stelpunum líklega eitthvað til að öskra yfir. Þegar ég var yngri þá var ég að gera það saman fyrir framan sjónvarpið mitt,“ sagði Clark. Það má sjá körfuna og fagnaðarlætin hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira