Bandarískur milljarðamæringur fannst látinn Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2023 06:31 Thomas H. Lee auðgaðist meðal annars eftir sölu á drykkjarvöruframleiðandanum Snapple. Getty Bandaríski auðmaðurinn og fjárfestirinn Thomas H Lee, sem var einn af upphafsmönnum skuldsettra yfirtaka í bandarísku viðskiptalífi, hefur fundist látinn, 78 ára að aldri. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Lee segir að þau séu miður sín vegna fréttanna, en bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa svipt sig lífi með skotvopni á skrifstofu sinni á fimmta breiðstræti í Manhattan í New York í gær. Forbes hefur áætlað að auðæfi Lee séu metin á um tvo milljarða Bandaríkjadala, um 290 milljarða íslenskra króna á núvirði. Í frétt BBC segir að lögregla hafi verið kölluð út á skrifstofu Lee um klukkan 11 í gærdag að staðartíma eftir tilkynningu. Lee var úrskurðaður látinn á staðnum. Auk þess að vera brautryðjandi á sviði skuldsettra yfirtaka í viðskiptalífinu var Lee þekktur fyrir að hafa eignast drykkjarframleiðandann Snapple árið 1992 og selja fyrirtækið til Quaker Oats fyrir 1,7 milljarða dala. Var söluupphæðin 32 sinnum hærri en kaupverðið tveimur árum fyrr. Bandarískir fjölmiðlar segja hann einnig hafa verið þekktan fyrir velgjörðarstörf sín, meðal annars með því styrkja listir og starf Harvard-háskóla. Lee lætur eftir sig eiginkonuna Ann Tenenbaum og fimm börn. Bandaríkin Andlát Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Lee segir að þau séu miður sín vegna fréttanna, en bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa svipt sig lífi með skotvopni á skrifstofu sinni á fimmta breiðstræti í Manhattan í New York í gær. Forbes hefur áætlað að auðæfi Lee séu metin á um tvo milljarða Bandaríkjadala, um 290 milljarða íslenskra króna á núvirði. Í frétt BBC segir að lögregla hafi verið kölluð út á skrifstofu Lee um klukkan 11 í gærdag að staðartíma eftir tilkynningu. Lee var úrskurðaður látinn á staðnum. Auk þess að vera brautryðjandi á sviði skuldsettra yfirtaka í viðskiptalífinu var Lee þekktur fyrir að hafa eignast drykkjarframleiðandann Snapple árið 1992 og selja fyrirtækið til Quaker Oats fyrir 1,7 milljarða dala. Var söluupphæðin 32 sinnum hærri en kaupverðið tveimur árum fyrr. Bandarískir fjölmiðlar segja hann einnig hafa verið þekktan fyrir velgjörðarstörf sín, meðal annars með því styrkja listir og starf Harvard-háskóla. Lee lætur eftir sig eiginkonuna Ann Tenenbaum og fimm börn.
Bandaríkin Andlát Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira