Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 20:51 Bogi segir að ef reglurnar muni óbreyttar ná til Íslands muni tengiflug færast burt héðan. Ekki muni þó draga úr flugi í heiminum. Vísir/Vilhelm Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. Um er að ræða reglur sem eiga að taka gildi í upphafi næsta árs og eru liður af aðgerðaáætlun ESB til að draga úr kolefnislosun Evrópu um 55 prósent fyrir árið 2030. Með reglunum yrðu fríar losunarheimildir felldar niður og auknar kröfur gerðar um notkun sjálfbærs eldsneytis, líkt og Túristi fjallaði um í síðasta mánuði. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir afar mikilvægt að Ísland fái undanþágu frá reglunum. „Það sem er að gerast í þessu, í stuttu og einföldu máli, er að þessar nýju reglur sem auka kostnað á flug eru að auka kostnað hlutfallslega mikið meira á flugfélög sem eru að fljúga í gegnum Ísland og tengja í gegnum Ísland á milli heimsálfa, heldur en önnur flugfélög sem tengja annars staðar í gegn eða fljúga beint yfir hafið. Íslenskt hagkerfi og ferðaþjónusta eiga mjög mikið undir þessu tengiflugi,“ sagði Bogi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stórmál fyrir fleiri en Icelandair Ef reglunum verði beitt óbreyttum á Ísland muni flug í heiminum ekki minnka, en það muni hins vegar færast frá Íslandi. Það muni hafa í för með sér fækkun ferðamanna, sem sé neikvætt fyrir íslenskt hagkerfi. „Þessi tengiflug og þessi tengimiðstöð sem búið er að byggja upp á Íslandi til mjög margra ára er mikill grundvöllur íslenskrar ferðaþjónustu og mikil stoð í íslenska hagkerfinu.“ Þá myndu reglurnar í óbreyttri mynd fækka áfangastöðum Icelandair til muna, þar sem tengiflugið sé grundvöllur fyrir flugi til margra áfangastaða félagsins. „Það myndi fækka áfangastöðum til og frá Íslandi ef þetta yrði að veruleika og tíðni á þá staði sem yrðu eftir myndi minnka líka. Þannig að fyrir okkur Íslendinga yrði úrval flugs væntanlega talsvert minna, ef þetta verður að veruleika.“ Þá segir hann að þó undanþága myndi skipta Icelandair miklu, sé félagið aðeins lítið peð í málinu, sé litið á stóra samhengið. „Þetta er miklu meira mál fyrir íslenskt hagkerfi, íslenska ferðaþjónustu, íslenskt viðskiptalíf og bara lífskjör á Íslandi. Það sem verra er, er að ef þetta verður að veruleika þá hjálpar það umhverfinu ekki neitt, því að flugið fer bara eitthvað annað,“ sagði Bogi. Telur áhrifin ekki endilega góð Þá segir Bogi að reglurnar komi ekki endilega til með að hafa þau jákvæðu áhrif á umhverfið sem stefnt er að, fái Ísland ekki undanþágu. „Það er hagkvæmara fyrir umhverfið í mörgum tilfellum að fljúga í gegnum Ísland, heldur en að fljúga beint á stórum breiðþotum yfir hafið. Ef þetta verður að veruleika óbreytt þá verður það neikvætt fyrir umhverfið, en ekki jákvætt eins og ég held að tilgangurinn sé,“ sagði Bogi. Hann segist vita til þess að Katrín Jakobsdóttir hafi sent ráðamönnum í Evrópu bréf þar sem stöðu Íslands í málinu væri lýst. Stjórnvöld séu á fullu að vinna í málinu. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig tímalínan lítur út í þessu, en þetta er í farvegi þessar vikurnar.“ Viðtalið við Boga í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Icelandair Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Um er að ræða reglur sem eiga að taka gildi í upphafi næsta árs og eru liður af aðgerðaáætlun ESB til að draga úr kolefnislosun Evrópu um 55 prósent fyrir árið 2030. Með reglunum yrðu fríar losunarheimildir felldar niður og auknar kröfur gerðar um notkun sjálfbærs eldsneytis, líkt og Túristi fjallaði um í síðasta mánuði. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir afar mikilvægt að Ísland fái undanþágu frá reglunum. „Það sem er að gerast í þessu, í stuttu og einföldu máli, er að þessar nýju reglur sem auka kostnað á flug eru að auka kostnað hlutfallslega mikið meira á flugfélög sem eru að fljúga í gegnum Ísland og tengja í gegnum Ísland á milli heimsálfa, heldur en önnur flugfélög sem tengja annars staðar í gegn eða fljúga beint yfir hafið. Íslenskt hagkerfi og ferðaþjónusta eiga mjög mikið undir þessu tengiflugi,“ sagði Bogi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stórmál fyrir fleiri en Icelandair Ef reglunum verði beitt óbreyttum á Ísland muni flug í heiminum ekki minnka, en það muni hins vegar færast frá Íslandi. Það muni hafa í för með sér fækkun ferðamanna, sem sé neikvætt fyrir íslenskt hagkerfi. „Þessi tengiflug og þessi tengimiðstöð sem búið er að byggja upp á Íslandi til mjög margra ára er mikill grundvöllur íslenskrar ferðaþjónustu og mikil stoð í íslenska hagkerfinu.“ Þá myndu reglurnar í óbreyttri mynd fækka áfangastöðum Icelandair til muna, þar sem tengiflugið sé grundvöllur fyrir flugi til margra áfangastaða félagsins. „Það myndi fækka áfangastöðum til og frá Íslandi ef þetta yrði að veruleika og tíðni á þá staði sem yrðu eftir myndi minnka líka. Þannig að fyrir okkur Íslendinga yrði úrval flugs væntanlega talsvert minna, ef þetta verður að veruleika.“ Þá segir hann að þó undanþága myndi skipta Icelandair miklu, sé félagið aðeins lítið peð í málinu, sé litið á stóra samhengið. „Þetta er miklu meira mál fyrir íslenskt hagkerfi, íslenska ferðaþjónustu, íslenskt viðskiptalíf og bara lífskjör á Íslandi. Það sem verra er, er að ef þetta verður að veruleika þá hjálpar það umhverfinu ekki neitt, því að flugið fer bara eitthvað annað,“ sagði Bogi. Telur áhrifin ekki endilega góð Þá segir Bogi að reglurnar komi ekki endilega til með að hafa þau jákvæðu áhrif á umhverfið sem stefnt er að, fái Ísland ekki undanþágu. „Það er hagkvæmara fyrir umhverfið í mörgum tilfellum að fljúga í gegnum Ísland, heldur en að fljúga beint á stórum breiðþotum yfir hafið. Ef þetta verður að veruleika óbreytt þá verður það neikvætt fyrir umhverfið, en ekki jákvætt eins og ég held að tilgangurinn sé,“ sagði Bogi. Hann segist vita til þess að Katrín Jakobsdóttir hafi sent ráðamönnum í Evrópu bréf þar sem stöðu Íslands í málinu væri lýst. Stjórnvöld séu á fullu að vinna í málinu. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig tímalínan lítur út í þessu, en þetta er í farvegi þessar vikurnar.“ Viðtalið við Boga í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Icelandair Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira