Viðskipti innlent

Þórunn Kára­dóttir í fjár­tækni­geirann

Atli Ísleifsson skrifar
Þórunn Káradóttir lögfræðingur.
Þórunn Káradóttir lögfræðingur. Aðsend

Þórunn Káradóttir hefur verið ráðin til fjártæknifyrirtækisins YAY sem lögfræðingur.

Í tilkynningu kemur fram að Þórunn hafi áður starfað sem lögfræðingur hjá Íslandsbanka og unnið þar í verkefnum tengdum stafrænum lausnum og sjálfbærni. 

Hún er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands.

Fram kemur að gjafabréfaappið YAY standi frammi fyrir miklum vexti um þessar mundir og muni hefja starfsemi í Írlandi og Kanada á næstu vikum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×