„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 21:54 Björgvin Páll Gústavsson var frábær í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. „Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Sjá meira
„Það er fínt. Í hreinskilni er mér drullusama því við erum komnir í 16-liða úrslit,“ sagði Björgvin Páll léttur í leikslok. „Ég held að við séum bara allir rosalega vel gíraðir í upphafi leiksins og við sjáum það bara á því hvernig við erum að keyra á þá. Að sjá hvað við erum óhræddir og það er kannski fegurðin við þetta að standa í svona leik á móti stórliði og þá er rosalega auðvelt að „choke-a.“ En orkan í klefanum, í upphitun of þegar leikurinn er flautaður á er bara þannig að við vissum að þetta yrði okkar leikur og við sýndum það strax í upphafi. Og það hvernig við klárum leikinn er náttúrulega bara galið.“ Þá vildi Björgvin einnig nýta tækifærið til að hrósa liðsfélögum sínum, sem honum þykir vera algjörir töffarar. „Þetta er bara hraðlest sem spilar geggjaðan handbolta en við erum líka miklir töffarar. Þessir gæjar eru svo miklir töffarar og við erum búnir að standa í Flensburg og öðrum. Kannski eini munurinn núna á þessum leik og hinum stórleikjunum okkar er að við klárum sextíu mínútur í kvöld. Þannig við erum kannski líka búnir að læra af reynslunni í þessari keppni sem er ekkert sjálfgefið á svona stóru sviði.“ Björgvin benti einnig á að Valsmenn duttur út úr Powerade-bikarnum hér heima í vikunni og segir það sýna mikinn karakter að svara því tapi á þennan hátt. „Þetta eru alvöru andstæðingar. Við vorum að tapa í bikarkeppninni fyrir nokkrum dögum síðan og að svara því svona sýnir bara hvaða leikmenn þetta lið hefur að geyma og hvers konar karaktera.“ „Að tapa á móti Stjörnunni beygði okkur en við brotnuðum ekki. Við vitum alveg hvað er undir í kvöld og við erum með einhverja sjö titla í röð sem geta orðið átta ef við náum þessum deildarmeistaratitli. Níu ef við taljum með lið ársins. Með því að skila okkur í 16-liða úrslit í svona keppni þá vitum við alveg hvað það þýðir fyrir íslenskan handbolta og fyrir okkur sem félag.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Valsmenn sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eins og áður hefur komið fram. Björgvin segir þó að svoleiðis árangur hafi aðeins komið fram í draumum hans þegar tímabilið hófst. „Mig dreymdi alltaf um 16-lið úrslitin. Það var bara draumurinn. Hvort sem það var fyrir eða eftir drátt. Við vissum ekkert mjög mikið um lið eins og Ferencváros og fleiri. Ein að skilja lið eins og PAUC eftir fyrir aftan sig er bara galið. Það sem er stóri sigurinn í þessu er að við erum komnir áfram og það er einn leikur eftir í riðlinum. Horfðu bara á hina riðlana. Þar er þetta mjög „basic“ fjögur lið áfram og tvö lið út mjög sannfærandi. En þetta er hörkuriðill og alvöruleikir. Skiptir ekki máli hvert þú ferð, það eru allir að stela stigum af hverjum öðrum. Það gerir þetta enn sætara,“ sagði Björgvin að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Sjá meira
Umfjöllun: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53