Viðskipti innlent

Slaufa auglýsingum á Stöð 2+

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stöð 2+ er streymisveita Stöðvar 2.
Stöð 2+ er streymisveita Stöðvar 2. Stöð 2

Frá og með 1. mars verður streymisveitan Stöð 2+ án auglýsinga. Engar auglýsingar verða spilaðar áður en efni fer í gang eins og verið hefur.

„Við tökum þessa tímamótaákvörðun til þess aðauka upplifun áskrifenda okkar og trúum því að þeir taki vel í þessa breytingu, “ segir  Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar í tilkynningu.

Þar segir Þórhallur að streymisveitan Stöð 2+ hafi tekið miklum breytingum undanfarin ár. 

„Við höfum aukið framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni margfalt og leggjum sérstaka áherslu á fjölbreytt evrópskt gæðaefni. Við erum einstaklega stolt af miklu úrvali barnaefnis sem er annað hvort textað eða talsett á íslensku. Svo má ekki gleyma eldra sjónvarpsefni eins og Fóstbræðrum, Stelpunum, Steypustöðinni og fjölmörgum íslenskum þáttum sem lifa góðu lífi á Stöð 2+.“

Þórhallur segist vonast til að mæta óskum áskrifenda Stöð 2+ með þessum breytingum. Þá kom fram í viðtali við Þórhall í Bítinu á Bylgjunni í morgun að áskriftarverð á Stöð 2+ muni hækka úr 3990 krónum í 4990 krónum þann 1. mars. Verð á sjónvarpsáskriftum eins og fleiri vörum í samfélaginu hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og mánuði.

Vísir er í eigu Sýnar sem á líka Stöð 2+.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×