„Það hefur verið mikill sómi af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 14:30 Dagur Sigurðsson fylgist spenntur með leiknum í kvöld. VÍSIR/VILHELM Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, er Valsari í húð og hár og hann ræddi við Vísi um stórleikinn í kvöld þegar Valur mætir franska liðinu PAUC, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta. „Þetta er erfitt verkefni en þeir [Valsmenn] eru búnir að sýna að allt er mögulegt. Þetta er úrslitaleikur fyrir þá, þeir geta tryggt sig sjálfir áfram og hafa þetta í eigin hendi, og hljóta að láta vaða eins og hægt er,“ segir Dagur í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur um leikinn mikilvæga hjá Val í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn eru því í kjörstöðu og búnir að sýna að þeir áttu svo sannarlega fullt erindi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Mér finnst búinn að vera mikill sómi að þessu. Evrópuleikirnir í fyrra, gegn Lemgo, og svo allir leikirnir í ár. Búnir að spila við lið eins og Flensburg en enginn skellur. Alltaf inni í öllum leikjum. Þeir hefðu getað náð í aðeins betri úrslit en voru óheppnir í einhverjum leikjum. En það hefur verið mikill sómi að þessu, líka fyrir félagið. Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt og góð umgjörð hérna [í Origo-höllinni]. Mikið af fólki að koma sem kemur ekki endilega oft á handboltaleiki. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með,“ segir Dagur og bætir við: Björgvin Páll Gústavsson með boltann á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld. Hann hefur átt frábæra leiki í Evrópudeildinni til þessa.VÍSIR/VILHELM Allra liða kvikindi sem koma og styðja „Þetta eru fimm heimaleikir og svo fimm útileikir í beinni útsendingu. Það er nóg að fylgjast með og þetta gefur öllum mikið. Maður sér að það eru ekki bara Valsarar sem mæta á völlinn hérna. Það eru allra liða kvikindi sem koma og fylgjast með, styðja og vita að það skiptir máli fyrir íslenskan handbolta að standa sig í Evrópu. Fyrir félagsliðin að láta aðeins vita af sér, svo þetta sé nú ekki bara í janúar [þegar karlalandsliðið spilar á stórmótum].“ Aðspurður hvað Valsmenn þurfi að hafa í huga varðandi mótherja sína í kvöld segir Dagur: „Lykilatriðið fyrir Valsmenn er að klára dauðafærin sín gegn sterkum markvörðum. Það er mikilvægt að klára fyrstu hornaskotin, línuskotin, hraðaupphlaupin og vítaskotin, því allt annað verður erfitt og engin dauðafæri. Svo þurfa þeir að spila góða vörn gegn þungum Frökkum, stórum og sterkum, sem hafa einhverja líkamlega yfirburði. Þeir eiga eftir að stilla mikið upp tveir á móti tveimur, með þessa línumenn og reyna að troða boltanum inn á þá. Það getur orðið erfitt fyrir Valsmenn að eiga við það.“ Nánar er rætt við Dag í myndbandinu hér að ofan. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Við munum mæta mjög orkumiklir“ Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. 21. febrúar 2023 11:00 Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun. 20. febrúar 2023 18:30 Dagur um landsliðið: „Ef það er ágúst 2024 þá sest ég að borðinu“ Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan í handbolta, segist einbeita sér að því verkefni þangað til samningur hans rennur út eftir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Hann sé opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu, en ekki fyrr en sá samningur er runninn á enda. 20. febrúar 2023 14:30 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
„Þetta er erfitt verkefni en þeir [Valsmenn] eru búnir að sýna að allt er mögulegt. Þetta er úrslitaleikur fyrir þá, þeir geta tryggt sig sjálfir áfram og hafa þetta í eigin hendi, og hljóta að láta vaða eins og hægt er,“ segir Dagur í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur um leikinn mikilvæga hjá Val í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn eru því í kjörstöðu og búnir að sýna að þeir áttu svo sannarlega fullt erindi í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Mér finnst búinn að vera mikill sómi að þessu. Evrópuleikirnir í fyrra, gegn Lemgo, og svo allir leikirnir í ár. Búnir að spila við lið eins og Flensburg en enginn skellur. Alltaf inni í öllum leikjum. Þeir hefðu getað náð í aðeins betri úrslit en voru óheppnir í einhverjum leikjum. En það hefur verið mikill sómi að þessu, líka fyrir félagið. Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt og góð umgjörð hérna [í Origo-höllinni]. Mikið af fólki að koma sem kemur ekki endilega oft á handboltaleiki. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með,“ segir Dagur og bætir við: Björgvin Páll Gústavsson með boltann á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld. Hann hefur átt frábæra leiki í Evrópudeildinni til þessa.VÍSIR/VILHELM Allra liða kvikindi sem koma og styðja „Þetta eru fimm heimaleikir og svo fimm útileikir í beinni útsendingu. Það er nóg að fylgjast með og þetta gefur öllum mikið. Maður sér að það eru ekki bara Valsarar sem mæta á völlinn hérna. Það eru allra liða kvikindi sem koma og fylgjast með, styðja og vita að það skiptir máli fyrir íslenskan handbolta að standa sig í Evrópu. Fyrir félagsliðin að láta aðeins vita af sér, svo þetta sé nú ekki bara í janúar [þegar karlalandsliðið spilar á stórmótum].“ Aðspurður hvað Valsmenn þurfi að hafa í huga varðandi mótherja sína í kvöld segir Dagur: „Lykilatriðið fyrir Valsmenn er að klára dauðafærin sín gegn sterkum markvörðum. Það er mikilvægt að klára fyrstu hornaskotin, línuskotin, hraðaupphlaupin og vítaskotin, því allt annað verður erfitt og engin dauðafæri. Svo þurfa þeir að spila góða vörn gegn þungum Frökkum, stórum og sterkum, sem hafa einhverja líkamlega yfirburði. Þeir eiga eftir að stilla mikið upp tveir á móti tveimur, með þessa línumenn og reyna að troða boltanum inn á þá. Það getur orðið erfitt fyrir Valsmenn að eiga við það.“ Nánar er rætt við Dag í myndbandinu hér að ofan. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir „Við munum mæta mjög orkumiklir“ Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. 21. febrúar 2023 11:00 Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun. 20. febrúar 2023 18:30 Dagur um landsliðið: „Ef það er ágúst 2024 þá sest ég að borðinu“ Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan í handbolta, segist einbeita sér að því verkefni þangað til samningur hans rennur út eftir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Hann sé opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu, en ekki fyrr en sá samningur er runninn á enda. 20. febrúar 2023 14:30 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
„Við munum mæta mjög orkumiklir“ Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. 21. febrúar 2023 11:00
Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun. 20. febrúar 2023 18:30
Dagur um landsliðið: „Ef það er ágúst 2024 þá sest ég að borðinu“ Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan í handbolta, segist einbeita sér að því verkefni þangað til samningur hans rennur út eftir Ólympíuleikana í París á næsta ári. Hann sé opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu, en ekki fyrr en sá samningur er runninn á enda. 20. febrúar 2023 14:30