Viðskipti innlent

Karítas frá Mogganum og til Lands­bankans

Atli Ísleifsson skrifar
Karítas Ríkharðsdóttir.
Karítas Ríkharðsdóttir. Landsbankinn

Karítas Ríkharðsdóttir hefur gengið til liðs við Landsbankann sem sérfræðingur í samskiptum.

Greint er frá ráðningunni í tilkynningu frá Landbankanum.

„Karítas kemur frá Morgunblaðinu og mbl.is þar sem hún starfaði sem blaðamaður auk þess að vera einn þáttastjórnandi Dagmála. Áður starfaði hún sem aðstoðarmaður þingflokks Framsóknarflokksins. 

Karítas er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri.

Karítas mun starfa í samskiptateyminu sem er hluti af Samfélagi Landsbankans en undir sviðið falla einnig mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, sjálfbærni og hagfræðigreining,“ segir á vef Landsbankans.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×