Viðskipti innlent

Hall­dóru falið að stýra gæða- og ferla­málum hjá ELKO

Atli Ísleifsson skrifar
Halldóra Björg Helgudóttir.
Halldóra Björg Helgudóttir. Aðsend

Halldóra Björg Helgudóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri í gæða- og ferlamálum ELKO.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýtt stöðugildi í viðskiptaþróunardeild raftækjafyrirtækisins. 

„Með ráðningunni vill ELKO styðja enn frekar við stafræna þróun fyrirtækisins og efla þar með enn frekar þjónustu við viðskiptavini og starfsfólk.

Halldóra kemur til með að bera ábyrgð á verkferlum innan ELKO og hanna ferla nýrra verkefna, ásamt því að sinna verklagi tengdu persónuvernd. Þá tekur hún þátt í að móta og hrinda í framkvæmd vinnureglum og ferlum í ELKO í samstarfi við starfsfólk í viðskiptaþróunardeild og öðrum deildum fyrirtækisins.

Halldóra hefur meðal annars starfað við fjármáladeild Icelandair Cargo og hefur reynslu úr smásölu. Hún er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×