Ráðin til Nox Medical Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2023 10:32 Brynja Vignisdóttir, Carlos Teixera, Hlynur Davíð Hlynsson og Ellisif Sigurjónsdóttir. Aðsend Brynja Vignisdóttir, Ellisif Sigurjónsdóttir, Hlynur Davíð Hlynsson, Carlos Teixera og Lisa Spear hafa öll verið ráðin til íslenska hátæknifyfirtækisins Nox Medical. Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira