Viðskipti innlent

Bein út­sending: Færni­þörf á vinnu­markaði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þetta er í tíunda sinn sem Menntadagur atvinnulífsins er haldinn. 
Þetta er í tíunda sinn sem Menntadagur atvinnulífsins er haldinn.  Vísir/Vilhelm

Samtök atvinnulífsins halda Menntadag atvinnulífsins í dag en fundurinn í ár ber heitið Færniþörf á vinnumarkaði. Hann er haldinn í Hörpu frá klukkan 9 til 10:30 í dag en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi hér fyrir neðan. 

Þetta er í tíunda sinn sem samtökin halda upp á daginn en á fundinum verður greind eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar svo vinnuaflsskortur, hvort sem um er að ræða hæfni og færni eða einfaldlega í fjölda vinnandi handa, verði ekki til þess að vöxtur í atvinnu- og efnahagslífi verði minni en ella hefði orðið.

Meðal þeirra sem koma fram eru: 

  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA kynnir niðurstöður könnunar og greiningu á færniþörf á vinnumarkaði
  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Fjöldi atvinnurekenda og mannauðsstjóra þvert á atvinnugreinar tjáir sig um færniþörf síns geira og framtíð menntamála á Íslandi
  • Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitir menntaverðlaun atvinnulífsins þeim fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið sem fara fyrir óháða valnefnd.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×