Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að hækka vexti til að vinna gegn mikilli eftirpurn innalands. Lækka þurfi verðbólgu fyrir næstu kjarasamningalotu í lok þessa árs. Væisir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár. Peningastefnunefnd hækkaði meginvexti Seðlabankans um 0,5 prósentustig í morgun. Þrjár meginforsendur ráða ákvörðun nefndarinnar, verðbólguhorfur hafi versnað frá síðasta fundi hennar, aðhald fjárlaga væri minna en reiknað hefði verið með og launahækkanir verið meiri. Á sama tíma er bullandi uppsveifla í íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur var 7,1 prósent í fyrra og hefur ekki verið meiri frá því árið 2007 og vinnumarkaðurinn annar ekki eftirspurn þannig að þúsundir manna hafa verið sóttir til annarra landa til að standa undir uppsveiflunni. Gengi krónunnar hefur gefið eftir þannig að útflutningsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki fá fleiri krónur en áður fyrir gjaldeyristekjurnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri útilokar ekki að hækka þurfi vexti enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi í mars. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikla spennu ríkja í þeirri uppsveiflu sem nú væri í íslenskum efnahagsmálum. Hagvöxtur hafi ekki verið meiri en frá árinu 2007.Vísir/Vilhelm Almenningur situr uppi með Svarta Pétur, er staðan þannig að almenningur eigi einn að standa undir því að ná niður verðbólgunni? „Alls ekki. Við erum núna að vinna fyrir almenning, að ná niður verðbólgu. Nú hefur verið samið um launahækkanir og við erum að reyna að tryggja að þær hafi eitthvert virði,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn standi að baki krónunni og hafi það hlutverk að tryggja að hún brenni ekki upp í verðbólgu og laun haldi kaupmætti. Seðlabankastjóri segir gildi krónunnar meðal annars markast af mismuni inn- og útflutnings en síðustu mánuði hafi Íslendingar flutt meira inn en út og því halli á viðskiptajöfnuði. Hærri vextir ættu að slá á innlenda eftirspurn. Íslendingar ættu að vissu leyti við góðærisvanda að stríða á meðan hagvöxtur færi minnkandi í öðrum löndum. Peningastefnunefnd segir að aðhald stjórnvalda mætti vera meira. „Við hefðum viljað sjá meira, já. Það eru þrír aðilar sem í rauninni fara með stjórn í þessu kerfi, heildarstjórn. Það eru vinnumarkaðsfélögin, stjórnvöld og síðan Seðlabankinn. Það er engin launung á því að við hefðum viljað sjá hina tvo aðilana leggjast fastar á árarnar með okkur,“ segir Ásgeir. Lífkjarasamningarnir hafi skilað mesta kaupmáttarauka í sögunni þótt illa hafi gengið síðasta hálfa árið. Nú hafði síðan verið gerðir skammtíma kjarasamningar og því gefist ár til að ná árangri í baráttunni við verðbólgu og undirbúa samninga til lengri tíma. „Við hefðum viljað sjá minni launahækkanir núna. Það hefði hjálpað okkur. En við verðum að vinna með þessa samninga eins og þeir eru. Þess vegna erum við náttúrlega að hækka vexti núna. Til þess að við getum sýnt fram á árangur áður en það verður byrjað næst að semja,“ segir Ásgeir Jónsson. Viðtalið við seðlabankastjóra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ 8. febrúar 2023 11:31 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Peningastefnunefnd hækkaði meginvexti Seðlabankans um 0,5 prósentustig í morgun. Þrjár meginforsendur ráða ákvörðun nefndarinnar, verðbólguhorfur hafi versnað frá síðasta fundi hennar, aðhald fjárlaga væri minna en reiknað hefði verið með og launahækkanir verið meiri. Á sama tíma er bullandi uppsveifla í íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur var 7,1 prósent í fyrra og hefur ekki verið meiri frá því árið 2007 og vinnumarkaðurinn annar ekki eftirspurn þannig að þúsundir manna hafa verið sóttir til annarra landa til að standa undir uppsveiflunni. Gengi krónunnar hefur gefið eftir þannig að útflutningsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki fá fleiri krónur en áður fyrir gjaldeyristekjurnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri útilokar ekki að hækka þurfi vexti enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi í mars. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikla spennu ríkja í þeirri uppsveiflu sem nú væri í íslenskum efnahagsmálum. Hagvöxtur hafi ekki verið meiri en frá árinu 2007.Vísir/Vilhelm Almenningur situr uppi með Svarta Pétur, er staðan þannig að almenningur eigi einn að standa undir því að ná niður verðbólgunni? „Alls ekki. Við erum núna að vinna fyrir almenning, að ná niður verðbólgu. Nú hefur verið samið um launahækkanir og við erum að reyna að tryggja að þær hafi eitthvert virði,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn standi að baki krónunni og hafi það hlutverk að tryggja að hún brenni ekki upp í verðbólgu og laun haldi kaupmætti. Seðlabankastjóri segir gildi krónunnar meðal annars markast af mismuni inn- og útflutnings en síðustu mánuði hafi Íslendingar flutt meira inn en út og því halli á viðskiptajöfnuði. Hærri vextir ættu að slá á innlenda eftirspurn. Íslendingar ættu að vissu leyti við góðærisvanda að stríða á meðan hagvöxtur færi minnkandi í öðrum löndum. Peningastefnunefnd segir að aðhald stjórnvalda mætti vera meira. „Við hefðum viljað sjá meira, já. Það eru þrír aðilar sem í rauninni fara með stjórn í þessu kerfi, heildarstjórn. Það eru vinnumarkaðsfélögin, stjórnvöld og síðan Seðlabankinn. Það er engin launung á því að við hefðum viljað sjá hina tvo aðilana leggjast fastar á árarnar með okkur,“ segir Ásgeir. Lífkjarasamningarnir hafi skilað mesta kaupmáttarauka í sögunni þótt illa hafi gengið síðasta hálfa árið. Nú hafði síðan verið gerðir skammtíma kjarasamningar og því gefist ár til að ná árangri í baráttunni við verðbólgu og undirbúa samninga til lengri tíma. „Við hefðum viljað sjá minni launahækkanir núna. Það hefði hjálpað okkur. En við verðum að vinna með þessa samninga eins og þeir eru. Þess vegna erum við náttúrlega að hækka vexti núna. Til þess að við getum sýnt fram á árangur áður en það verður byrjað næst að semja,“ segir Ásgeir Jónsson. Viðtalið við seðlabankastjóra í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ 8. febrúar 2023 11:31 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Seðlabankastjóri átti ekki von á sjálfsmarki þegar hann gaf upp boltann Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri skutu fast á aðila vinnumarkaðarins og hið opinbera fyrir að haga sér með óábyrgum hætti á opnum fundi í morgun. Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði að þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf upp boltann í október síðastliðnum hafi Seðlabankinn ekki gert ráð fyrir þeir sem tækju við knettinum myndi spila „sóló“. Við það greip Ásgeir orðið og stakk inn: „Eða að þeir myndu skora sjálfsmark!“ 8. febrúar 2023 11:31
Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur