Vöruviðskipti óhagstæð um 15 milljarða króna í janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 09:50 Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 325,1 milljarð króna sem er 92,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Vísir/Vilhelm Vöruskipti í janúar voru óhagstæð um 15 milljarða en fluttar voru út vörur fyrir 79,3 milljarða króna og inn fyrir 94,4 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar var 9,4 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 325,1 milljarð króna, sem er 92,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabil ári fyrr. Frá þessu er greint á vef Hagstofu Íslands. Verðmæti vöruútflutnings í janúar 2023 jókst um 3,4 milljarða króna, eða um 4,4 prósent, frá janúar 2022 úr 76 milljörðum króna í 79,3 milljarða króna. Hagstofa Íslands „Verðmæti vöruútflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.005,0 milljarðar króna og jókst um 216 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 27,4% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 57% alls vöruútflutnings og jókst verðmæti þeirra um 38,1% samanborið við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 15.5% í samanburði við tólf mánaða tímabili ári fyrr,“ segir á vef Hagstofunnar. Hagstofa Íslands „Verðmæti vöruinnflutnings nam 94,4 milljörðum króna í janúar 2023 samanborið við 81,6 milljarða í janúar 2022 og jókst því um 12,8 milljarða króna eða um 15,6%. Verðmæti hrá- og rekstrarvöru nam 25,8 milljörðum króna og jókst um 3,9 milljarða (17,9%), verðmæti fjárfestingarvara (utan flutningstækja) nam 25,2 milljörðum króna sem er aukning um 6,6 milljarða króna (35,1%) og verðmæti eldsneytis nam 14,4 milljörðum og jókst um 5,4 milljarða króna (58,5%) samanborið við janúar 2022. Verðmæti vöruinnflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.330,1 milljarður króna og jókst um 308,6 milljarða miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 30,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin var mest í eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Meðaltal gengisvísitölu1 síðustu tólf mánaða var 190,9 og var gengið 2,3% sterkara en tólf mánaða tímabili ári fyrr þegar meðaltal gengisvísitölu var 195,5. Gengið veiktist um 4,7% í janúar (202,8) samanborið við janúar 2022 (193,7).“ Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Að segja upp án þess að brenna brýr Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Bretar fyrstir til að semja við Trump Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Sjá meira
Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 325,1 milljarð króna, sem er 92,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabil ári fyrr. Frá þessu er greint á vef Hagstofu Íslands. Verðmæti vöruútflutnings í janúar 2023 jókst um 3,4 milljarða króna, eða um 4,4 prósent, frá janúar 2022 úr 76 milljörðum króna í 79,3 milljarða króna. Hagstofa Íslands „Verðmæti vöruútflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.005,0 milljarðar króna og jókst um 216 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 27,4% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 57% alls vöruútflutnings og jókst verðmæti þeirra um 38,1% samanborið við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 15.5% í samanburði við tólf mánaða tímabili ári fyrr,“ segir á vef Hagstofunnar. Hagstofa Íslands „Verðmæti vöruinnflutnings nam 94,4 milljörðum króna í janúar 2023 samanborið við 81,6 milljarða í janúar 2022 og jókst því um 12,8 milljarða króna eða um 15,6%. Verðmæti hrá- og rekstrarvöru nam 25,8 milljörðum króna og jókst um 3,9 milljarða (17,9%), verðmæti fjárfestingarvara (utan flutningstækja) nam 25,2 milljörðum króna sem er aukning um 6,6 milljarða króna (35,1%) og verðmæti eldsneytis nam 14,4 milljörðum og jókst um 5,4 milljarða króna (58,5%) samanborið við janúar 2022. Verðmæti vöruinnflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.330,1 milljarður króna og jókst um 308,6 milljarða miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 30,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin var mest í eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum. Meðaltal gengisvísitölu1 síðustu tólf mánaða var 190,9 og var gengið 2,3% sterkara en tólf mánaða tímabili ári fyrr þegar meðaltal gengisvísitölu var 195,5. Gengið veiktist um 4,7% í janúar (202,8) samanborið við janúar 2022 (193,7).“
Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Að segja upp án þess að brenna brýr Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Bretar fyrstir til að semja við Trump Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent